Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, september 22, 2006

Ofsafallegt veður maður!! heiðskírt og logn, Frammi á frystikistu standa nú fimm ílát full af berjum bæði kræki og blá og aðalbláberjum sem þykja víst fínni en önnur ber, mér finnst öll ber góð og sýnir það kannske að ég sé ekki haldin þessu aðalbláberjasnobbi...Samt er ég farin að hallast að því að þau séu betri,og er þar af leiðandi með samviskubit gagnvart hinum tegundunum...'Eg fór með Höllu og Pat að tína í gær kl 7 og við vorum smástund, það dimmir orðið um hálf níu...
Loksins (líka í gær) tókst mér að klára stóru skjólgirðinguna sem ég byrjaði á árið 2001....með söginni góðu og nokkrum skrúfum, Ester var búin að mála spýturnar, 'Eg held ég hefði orðið ágætis smiður ef ég hefði farið í smíðaskóla á yngri árum, minnsta kosti finnst mér ég vera góð í þessu.. hohoho, saga spýtur þvert með rafmagnssög. og skrúfa þær upp....Tek að mér svona smáverkefni : Skilyrði stóll og borð og gott veður..Og efniviður sem aðrir leggja til....

1 Comments:

  • At 9:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með það:)

     

Skrifa ummæli

<< Home