Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, september 15, 2006

Dúna kom í kaffisopa í gær og við fórum út í Hlein okkur klæjar í fingurnar að fara að þrífa þarna. Það hillir undir að við fáum heita vatnið. en við fórum með smá hitakönnu heldur en ekki neitt það má reyna að þrífa gólfið með því að hella á það.
Svo fór ég inn að Borðeyri þar sem Sveinn Karlsson setti nýja púströrið undir Kaggann ,Það var afturhluti sem þurfti að skipta um , fremri hlutinn er fínn, úr Skúla.
'A leiðinni inneftir var svooo fallegt veðrið og ég var alveg dáleidd af því. og stútfull af hamingjutilfinningu, vegurinn góður og maður lætur hugann reika (það í bland við að hafa hann( hugann) við aksturinn)...Það er ekki hægt annað en að hugsa um allt sem er fallegt. sólin skein og fjöllin stóðu á haus í sjónum. Ef ég hefði getað staðið á haus líka þá hefði ég hoppað út úr bílnum og gert það. en það er víst liðin tíð að geta gert svoleiðis æfingar. Gott að geta þó staðið í lappirnar.... Og alveg stórkostlegt að geta keyrt..... Viðgerðin gekk vel og svo varð ég að skreppa inn að Fjarðarhorni og kíkja á JónGísla minn og Kidda frænda.Þeir eru að klæða húsið með rauðri klæðningu það verður rosalega flott.
'A heimleiðinni á mínum nú hljóðláta kagga skellti ég góðri spólu með hljómsveitinni "Grunntón" í tækið og söng fullt af jólalögum með eins og "ég sá mömmu kyssa jólasvein" sem er eitthvert flottasta lag hljómsveitarinnar með brjáluðum trommutakti hjá Bjarna... Góð þessi hljómsveit..
Mér finnst að það eigi að auglýsa á strandavefnum karókíkeppni vinnustaðanna, sem Súper Strandanova...tíhí... Nú vaknaði ég eldsnemma og þvoði bílinn...

1 Comments:

  • At 1:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hvernig væri skella inn nokkrum myndum hér?? og takk fyrir síðast.

     

Skrifa ummæli

<< Home