Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 24, 2006

Nú varð mér alltíeinu ljóst af hverju þunglyndi mitt stafar... Það var GOLF á föstudaginn í staðinn fyrir Leiðarljós og mér sýnist að það verði líka GOLF.... AAARRRGH,.... eftir helgina eða þá knattspyrna á þessum tíma og ekkert sem maður fær að sjá af íbúum Springfield fyr en á föstudag. Nærri öll vikan eyðilögð....hvernig stendur á því að það er leyfilegt að fara svona með mann. Getur þessu ösnum sem stjórna sjónvarpinu ekki dottið í hug að gleðja mann með því að sýna þetta á öðrum tímum. svo er verið að endurtaka einhverja leiðinlega þætti . En það er ekki verið að endurtaka þessa ágætu mest spennandi krassandi, indælis skemmtilegustu Leiðarljósþætti. Djöfull þoli ég ekki fokking fólk sem talar illa um uppáhaldsþættina mína með einhverjum upphöfnum yfirlætissvip og glotti...fíflin...og svo kemur upp úr kafinu að þau laumast til að horfa líka en það má enginn vita það. svo aðrir sem horfa ekki og vita þar af leiðandi ekkert um hvað þeir eru að tala bara eitthvert bölvað bull....Andskotann kemur líka einhverjum við þó maður horfi á þessa þætti . Halda að þeir séu eitthvað gáfaðir ef þeir horfa ekki á þá og horfa svo á eitthvað alveg .........'Eg er hætt í bili....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home