Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 24, 2006

nú er liðin einhver sá alleiðinlegasti laugardagur sem um getur á þessu herrans ári.
Þó með ágætu ívafi samt það er aldrei svo að ekki séu einhverjir ljósir punktar. Jón Gísli hjálpaði mér að saga efni í hús þökk sé honum kærlega fyrir það !!! og efnið sótti ég að Kirkjubóli samkvæmt leyfi Jóns. 'Eg er staðarhaldari á Kirkjubóli og hér voru bráðskemmtileg hjón´sem voru að fara norður á Strandir og fengu afbragðs veður í gær. það hlýtur að vera afskaplega ánægjulegt held ég að vera svona hjón sem hafa gaman af að skoða landið sitt, ferðast saman, og þau áttu varla orð til yfir náttúrufegurðina og höfðu svo gaman af þessu öllu, þau langaði að fara yfir í 'Ofeigsfjörð en sneru við hálfnuð með leiðina út með Ingólfsfirðinum og ætla að fara seinna og þá í fylgd með fleirum. ´'Eg fór með þeim upp að virkjun í morgun og upp á Stíflu svo þau gætu séð fram á Þiðriksvallavatn. það er nú ein perlan, en það er ekkert sem bendir fólki á að fara þarna uppeftir og skoða hvað það er fallegt þarna.
Sýndi þeim síðan Sauðfjársetrið og þau ætla að koma á Hrútadóma ef þau geta næst.'I dag er svo sama góða veðrið og ég er loksins búin að koma öllum berjunum mínum fyrir í ýmsum myndum. á bara eftir að grobba meira af því og taka myndir ofan í frystikistunni. Líka búin að þrífa mesta berjasukkið í eldhúsinu það var orðið allt blátt. Sendi svo Haddý litla dollu af berjum með Svönu sem var að fara á Bó.
Ester og Magga fara líka á Bó Sædís bauð þeim með sér.
Ojammog já. nú er ég hér að taka á móti gestum og bíða eftir gestum , nóg að gera ef maður nennir.
Nonni og JónGísli eru eitthvað að stússa í rollum í Steinó með Gústa. reka þær heim og láta þær út til skiptis...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home