Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, september 07, 2006

Já þetta hefur verið góður dagur ég er búin að vera í stuði að taka til. Anna mín Jörg. er búin að vera í heimsókn í þrjá daga og við erum búnar að hreinsa mikið af berjum og tína fullt af kræki og bláberjum. hún kom með alla helstu dvd tónlistardiskana sína og lofaði mér að heyra og sjá. það verður ekki af henni Pálínu Önnu skafið að hún er eitt tónlistarséní. og algjör Pollíanna.. hún kom líka með sænsku Hagström nikkuna sína að lofa mér að prófa ...Geggjuð flott nikka.... Hún lagði svo af stað suður aftur í dag á rauða "Lettanum" sínum splunku nýja, með fullt af berjum og " Ella prestsins ( þ.e. Elvis aron Presley fullu nafni) á full sving. Hún hringdi áðan og var komin heim í Graceland. 'Eg er að baka hryllilega hollt brauð "a la Björk" með spelt hveiti ,rúsínum, hörfræjum, sólblómafræjum, graskersfræjum, eggjum, bláberjahrati, léttri AB mjólk og svona mætti ennþá lengi telja..... ojáojá.... í stuði með guði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home