Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 24, 2004

Góðan daginn. gott er nú blessað veðrið. Það er sunnudagsmorgun og ég er að bögglast við að mála skrifstofu heimilisins. heilsufarið er hrein hörmung og þrátt fyrir slatta af verkjatöflum er ég hreint að steindrepast í bakinu. Alveg vonlaaust að liggja og sofa.. nú öfunda ég fólk sem sefur út sem kallað er .. Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir að sofa út, en nú virðist það það eftirsóknarverðasta í heimi. Ekki hefur nú tekist að lækna þennan krankleika, en kannske er ég bara of óþolinmóð. Svei og fjandinn.
En að skemmtilegri hlutum. ég fór í skemmtilega ferð í gær, með Höllu og Lóa, við fórum upp að Arnkötludal þar hef ég aaldrei komið áður , og svo fórum við yfir að Óspakseyri þar sem Sigrúnvar með Útrýmingar sölu. Loka sölu í KBÓ og prúttmarkað .. Við prúttuðum í habít og gerðum góð kaup.. kerti , jólasevíettur og ég keypti efni í jólagardínur fyrir nýja eldhúsið mitt, Halla keypti gommu af blómapottum og Lói keypti heilan haug af málningarburstum, og ég keypti apa .. það var fullt af fólki , og gaman. ég er að hekla ponsjó á Bjarteyju pínulítið og fínt..
Ég hlakka til að Ester komi heim með nýjan bíl það er alltaf svo spennandi að kaupa bíla,, Addi og Hildur skiptu síðast og Nonni og Svana keyptu rútu...

Spurning dagsins úr gömlu íslensku máli: Hvað er delinkvent?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home