Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, október 11, 2004

Það var umræða á einu bloggi hér á dögunum um hvort bloggin lýstu hugarástandi viðkomandi.. Mér virðist að það geti lýst hugarástandi viðkomandi ef hann-- eða hún bloggar ekki um tíma...og eru taldar ýmsar ástæður.."Hef ekki haft tíma " Það gerist ekkert" o.s frv. Síðasta vika finnst mér að hafi verið afspyrnu leiðinleg og hef ég þó ekki yfir neinu bitastæðu að kvarta.. Þó tók nú steininn úr með helgina. Gjörsamlega andstyggilega leiðinleg.. oft hefur nú verið leiðinlegt um helgar en aldrei eins og þessa helgi... Þó verð ég samt að játa að það voru einstöku örsmáir ljósir punktar þó hinir væru yfirgnæfandi.. og ég verð líka að játa að það kemur ein og ein skemmtileg . ojamm...
'I morgun vaknaði ég og gat ekki hreyft hægri handlegginn. þessir skankar eru að verða algjör vandamálapakki. 'Eg reyndi að synda en það gekk alls ekki. og var í vandræðum að koma mér í föt svei og fjandinn... 'Eg drullaðist til læknis og hann horfði á mig og tilkynnti " Frosin öxl "
Flest getur nú frosið.. Það er eins og þursabit sem hleypur í bakið á fólki....'Eg heimtaði lækningu eins og skot og hann sprautaði í þetta sterum.. Lagast "kannske á tveim þrem dögum.. pja.. Ranka ætlar að redda tiltekt kvöldsins í Svimming pool-inu. Góð Ranka "rausnarkellíng eins og stendur í kvæðinu.. ekki rekur hún samt hænsnabú mér vitanlega. En Reddari góur er hún.

1 Comments:

  • At 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Lagaðist öxlin á 3 dögum ??

     

Skrifa ummæli

<< Home