Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, október 22, 2004

'Eg er búin að vera svaka dugleg að hekla ponsjóa og húfur´ég segi ekki til hvers.... eitt rautt- eitt blátt- eitt bleikt - eitt ljósfjólublátt og- eitt dökkfjólublátt og -eitt allavegalitt úr dúllum. og eitt risastórt kremlitt + tvær húfur... og nú er ég eð hekla eitt lítið fjólublátt.. þetta er mjög gaman.. þetta gerir samtals 7 ponsjó og tvær húfur.. Framhaldið er í bígerð... tvö til þrjú stór og þrjú lítil, ókey. hekl hekl... síðan útrýmdi ég grænalitnum á skrifstofunni minni með því að rúlla yfir hann með rjómagulu, prufaði svo að mála loftið himinblátt en það er ógeðslega ljótt svo nú verð ég að mála það hvítt aftur. og klára hitt. verst hvað mér þykir leiðinlegt að mála veggi oj bara.
nú á sundhöllin ekki að vera lengur opnuð á morgnana svo það verur eitthvað lítið um meiri vinnu hjá mér ég átti að vera á fmorgunvakt alla vikuna nema á föstudaginn, þá er það trúlega síðasta vaktin mín ..
´*Eg var að hugsa um að gera lista eins og afkvæmin mín
Hvernig ég er...
Best að taka það í áföngum: Fyrst koma áhugamál mín.
Bifreiðaakstur, útivera , handavinna margskonar,, smíðar hekl málun og fleira. garðvinna , blóm og grjót og allskyns dót, Sund, gönguferðir sjóferðir, veiðar, ljósmyndun, ýmislegt nám, bóklestur, hangs og spjall með góðu fólki, söngur og gítarspil, hestar og kettir, matreiðsla stöku sinnum, uglusöfnun,, söfnun ilmvatnsglasa, föt og snyrtivörur , gamalt fólk. og síðan , fjölskyldan mín og allt sem þau eru að gera, og síðan ég sjálf alltaf númer eitt 'AsdísEGO. ég er fædd í Hrútsmerki......Sjónvarpsgláp og útvarpshlustun...hvar væri maður án þess... eða þá síminn.. dásamlegt samskiptatæki. Framhald síðar,,,, einskonar Guiding light,,,,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home