Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 30, 2007

Hamingju hugleiðingar. (Séð með augum ‘Asdísar)
Hugleiðingar um hamingju eru trúlega jafnmargar og mismunandi og fólkið er margt.
Sumir eru svartsýnisfólk og finnst það afar gáfulegt að segja að hún sé ekki til og mála skrattann í hvert horn og virðast þrífast sem best á því sem aflaga fer og njóta þess að sýnast öðrum mistakast og finnst öll leiðindin vera hinum að kenna. Því þessir “hinir “ séu svo mikil fífl og asnar.
‘Okey ég telst líklega til skrítlinga þeirra sem sjá þessa hamingju í mörgu venjulegu jafnt og óvenjulegu. Mesta hamingju finn ég í samskiptum við fjölskyldu og vini, og annað fólk er líka inni í myndinni.
Svo eru þessi óteljandi atriði í kring um mann, litlu persónulegu hlutirnir. ‘Eg er mjög háð þeim , ýmsu sem minnir á góðu stundirnar í lífinu, Hlutir, ljósmyndir, umhverfi, tónlist ýmiskonar, hún er afar stórt atriði, og eftir því sem ég eldist og er líka orðin amma og langamma finn ég enn meira fyrir því hvað unga fólkið og börnin eru dýrmæt og yndisleg.
‘Aður fyrr og ég yngri var ég alltaf að elda og baka og skúra skrúbba og bóna (og prjóna, sauma föt, þvo þvottinn á þvottabretti, hafa ekki rafmagn og allt sem því fylgir (olíulampaljós) vera dugleg kelling og húsmóðir, eignast börn ,moka heyi og elta rollur, alltaf nóg að stússa og snúast.
Það var á síðustu öld, nú hef ég tíma til að gera margt annað og það er góð upplifun fyrir gamla sveitakellíngu, mér þykir reyndar slæmt að geta ekki labbað um landið eins og áður en í staðinn er bara að keyra þangað sem mann langar til að fara og horfa í kring um sig, ‘Eg elska líka gamla bíla og gömul hús, og hef erft þá fönduráráttu frá móður minni að hafa gaman af að smíða, mála, og búa eitthvað til. ‘Eg er líka óbetranlegur dótasafnari og bókin “Burt með draslið” vekur mér skelfingu.
En meir af hamingjunni. Njótið þess að hlæja og gráta með vinum ykkar.
Horfið á fjöllin, haustlitina, blómin, grænkandi jörðina á vorin, sólina sem dansar á hafinu á jónsmessunótt, tunglskin, stjörnur og norðurljós, alla fuglana dýrin og ungviðið, mömmur, pabba og börn, afa og ömmur full af lífsreynslu og visku, hlustið á tónlist, kveikið kertaljós og njótið rómantískrar tilveru.
Munið ást og kærleika þegar þíð eruð sorgmædd,

fimmtudagur, september 27, 2007

Jæja þá er ég búin að skutlast til Reykjavíkur í dag með Adda og koma til baka. Addi verslaði sér bráðskemmtilegan bíl og við snæddum kvöldverð með 'Ardísi og Hönnu Siggu, 'Ardís er að fara til 'Israel til Tel Aviv á næstunni með starfsliði sínu til að vinna að einhverjum samningi fyrir Vodafone, og Simmi og Dísa eru að skutlast til Kína, það þykir sennilega ekkert merkilegt að vera að skutlast þetta til og frá Hólmavík Reykjavík. 'Eg verð að fara að gera eitthvað víðreistara en þetta ef ég á að teljast "maður með mönnum"
Og að veðrinu sem Addi fullyrðir að ég sé með á heilanum það var þvílíkt stórstreymi úr loftinu í dag að ég hef varla vitað annað eins, gufurok þegar við fórum suður eftir að komið var inn í Hrútafjörð og á leiðinni til baka í Brú en þar datt allt í dúnalogn og engin rigning..Alveg furðulegt ..skal segja þér það.... Gott að vera komin til baka...Hildur búin að prófa nýja bílinn, 'Eg skelli mér í sjóðandi heitt freyðibað og síðan með mergjaða glæpasögu í bólið, Coventry vann Man. United á útivelli. og hver haldið þið að sé hamingjusamastur yfir því???
Jú ég á spennandi pakka á pósthúsinu sæki hann strax kl 9 í fyrramálið,
Bókmenntalegur Lukkupakki.

þriðjudagur, september 25, 2007


Siggi Villa kom með litlu skrítnu hundana en sleppti þeim ekki inn í réttina af því þeir voru ekki fjárhundar.

Eldri kynslóðin virðir fyrir sér fallega litan dilk sem skokkaði um einn í dilk.

Sumir komust í vandræði við að klifra yfir grindverk þegar staurarnir kræktust í úlpuna

Vissara að gá almennilega að mörkunum

Sagði huhh og rak féð eins og gömlu kallarnir

Unga fólkið skemmti sér konunglega

Um tíma leit út fyrir að lambið næði yfirhöndinni...

Sprækir handsömuðu þeir hin ólmustu lömb

'I Kirkjubólsrétt...menn fengu sér í nefið....
Og lítill maður horfir á kindurnar gegn um grindverkið.
Full rétt af kindum
'Eg fór í Skarðsrétt og þar var svakalega margt fólk og einnig nokkrar kindur eins og á næstu mynd má sjá.
Þetta leit frekar illa út á tímabili eftir að mér tókst að ná gamla útvarpinu úr nýja bílnum mínum, mælaborðið í rúst og allskonar óskiljanlegir þræðir út um allt...EN.. eftir hellings pælingar tókst mér að koma nýju útvarpi fyrir og koma þessu saman og nú finnst mér ég vera algjör sérfræðingur í því að rífa sundur Tojota mælaborð og koma þeim saman aftur...gaman gaman... þetta reyndist eftir allt vera einfaldara en það sýnist....'IHAAAAA.

þriðjudagur, september 18, 2007

Jæja og allt fór þetta vel og ég fór kl 7 í morgun af stað og brunaði suður á nýju hvítu Corollunni minni sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Adda finnst þessar ferlega asnalegt að geta ekki átt bíl nema skíra hann eitthvað en megi hann þá bara vera á ónafngreindum bílog hananú.'Eg var komin í höfuðborgina upp úr kl. tíu og fór heim til HönnuSiggu og fékk mér að borða ( hún var í vinnunni) Fór svo í læknaviðtalið og línurit og kom vel út með alveg hæfilegan og taktvissan hjartslátt og
fulla skoðun á dæluna mína. Ægilega glöð yfir þessu fór ég niður í bæ og ætlaði að kaupa toppgrind sem er fest þversum á bílinn en hún kostaði morð fjár eða 17 000 kall og ég átti ekki neinn 17 000 kall til að bruðla í það svo ég keypti bara lit í prentarann minn og bókina "Burt með draslið" bráðfyndin kennslubók í því að taka til í skápunum og þessháttar, einskonar námskeið í hendingum, og svo er að sjá hvernig útkoman verður. Allt galtómt.
Síðan brunaði ég heim og var komin kl sex á Hólmavík horfði í hvelli á tvo síðustu þætti af Leiðarljósi sem Jóna tók upp fyrir mig. Það er nú vissara að fylgjast með því sem er að gerast í Springfield ...hm.

mánudagur, september 17, 2007

Eg er að skreppa suður í Rvk kl sex í fyrramálið. búin að póstast í dag.á 'Isó fara út og suður og vestur og norður og norðvestur Bara ekki í austur held ég. Það sem verra er að ég get alls ekki ákveðið hvorri Tojotu Corollunni ég á að fara á. 'Eg verð líklega að fara út og gera Ugla sat á kvisti. en samkvæmt Lukku þá dugar það ekki og þá verð ég líka að gera enimeni ming mang dingdang.
og svo frv. það heyrist nebblega ekkert í útvarpinu á þeirri nýustu og ég á hérna þennan flotta geislaspilara inni í stofu. ,En hann fer nú ekki sjálfur í og verður ekki kominn í þegar ég vakna í fyrramálið.
'I bláu TojotuCorollunni er útvarp sem heyrist í þegar maður er búinn að keyra sirka 20 km. þá kemur það allt í einu með braki og brestum en er gott eftir það. 'Eg verð að hafa útvarp á ferðum mínum út og suður norður og niður, veðurfréttir og þannig. það er algjört prinsippmál.
það lekur úr dekki á hvítu Corollunni. andskotinn hafi það. 'Eg er farin að sofa og vita hvort mér vitrast ekki eitthvað um þetta í draumi.
Þetta Tojotustand er alveg ferlegt , Svo ætla ég að koma líka til baka á morgun og það er bílaskoðun á miðvikudaginn sem sú bláa á að fara í.
Lukku langar í Tojotu RAV, sem hún segir að sé jeppi og algjört æði.

sunnudagur, september 16, 2007

Mótorhjólagaurinn okkar glaður í bragði býr sig út fyrir glæfralegt stökkið yfir Ljúfustaðagilið á eftir rolluskjátunum
Svanhildur upprisin bendir ógnandi á rolluna sem tróð henni niður í svaðið.
Kallarnir hamast og ryðja fénu áfram og ekki er að sjá annað en að Sigmundur hafi hendur í hári tveggja hesta í leiðinni. Kannske lemur hann þeim saman.
Oft fer illa í réttum þegar rollurnar ráðast á mann og fella mann niður í skítinn. Svanhildur greip í hornin og forðaði sér þarmeð frá frekari yfirgangi.
Hananú.. ekki þennan yfirgang rolluófétið þitt.

þriðjudagur, september 11, 2007

Og í sjónum fyrir utan Vatnsfjarðarnesið situr þessi litla tröllkerling og mænir yfir á Langadalsströndina.
Haustið á liti syngur Bubbi Mortens. Fallegt lag, og sólin skein á þessa haustliti en á bakvið eru rigningarskýin á undanhaldi.
Þessi síðasti mánudagur var 10. september.2007 og hér er önnur skrítin mynd rétt áður en ég keyrði undir þessa regnboga og óskaði mér.
Einkennilegt sambland af roki, rigningu,og sólskini Og tveir regnbogar framundan á leiðinni 'Isafjörður-InnDjúp, mánudaginn síðasta.

þriðjudagur, september 04, 2007

Flottasta rós sumarsins"2007 þau eru svo furðuleg þessi blóm.. hvert einasta smá atriði.
Goggagogg krummi gamli
Góður kisi.
Gamli Nói gerði díl við Guð um að það kæmi ekki annað Nóaflóð og Guð skellti upp regnboganum til að staðfesta samkomulagið. Hann er greinilega að minna á þetta með margföldum regnboga nú í morgun 4,sept. 2007.
Svona er náttúran á Ströndum..í öllu grænu og bláu litskrúði. bráðum koma haustlitir og eru þá í hundruðum tóna af öllum litaafbrigðum.


Krækiber í hrúgum á lynginu
Var ekki svona rigning í fyrra um tíma..... nú sé ég eftir því að vera ekki búin að gera eitthvað í tröppumálum, nóg er nú til af þéttiefni. 'Eg er ekki búin að gera allt sem ég ætlaði að gera í sumar, og allt í einu virðist sumarið vera búið og komið argvítugasta haustveður fuss og svei og allt á floti. Hildur hjálpaði mér í gær að taka til í myndasafninu í tölvunni minni þar var allt komið í tóma vitleysu. Hún fann allar myndirnar og raðaði þeim á skipulegan hátt og nú get ég unnið í að flokka þær enn meir. það er nú gott verkefni í rigningunni.

sunnudagur, september 02, 2007

Það er þetta Typiskur sunnudagur. Það þýðir eintóm leiðindi.. Mánudagarnir eru bestir. 'Eg er samt búin að liggja í leti og lesa heila bók í dag,,,Og taka til í eldhúsinu...Góðu punktarnir eru að.. Myndavélina týndu fann ég svo þegar ég tók kúluteppið úr bílstjórasætinu á gamla góða kagganum mínum til að setja hana í nýja bílinn. ÞAr var myndavélin bak við sessuna....'Hún var í fínu lagi þó ég væri búin að sitja nánast ofan á henni-- ( hún var reyndar fyrir aftan mig)-- án þess að finna fyrir henni enda er bakhlutinn á mér í mýkra lagi.
'Eg væri líklega ekki góð í að geta ekki sofið á svona baun eins og prinsessan í sögunni og vera að gera vesen út af því.
Nonni fór með mér að sækja Jónatan E í Borgarnes í fyrrakvöld. Takk Nonni minn!! Hann tók hjólið með hávaðaglamrið af og þá datt niður lítil böggluð járnhlíf sem er fyrir innan bremsudiskinn, hún var snúin og undin og allt ískrið og skröltið var í henni... 'Eg ætti að stofna einkahlutafélag sem heitir "klúður og vesen ehf" auðvitað ætti ég að vera ánægð yfir því að þetta er í lagi en ég er það alls ekki og er ekkert nema helvítis fýludrusla. Það viðrast samt vonandi fljótlega af að vanda. Lukka þorir ekki að láta á sér kræla. Vonandi verður næsta vika skemmtileg.
Komið sólskin og ég fór öfugu megin framúr.
Dagurinn í gær var dagur ferðalaga . 'Eg fór með Jóni ,Ester og börnunum yfir í Reykhólasveit og við fórum á Reykhóladag og tókum myndir út um allt og fórum tvisvar út að borða.
Jón og Dagrún fóru í göngu út að Bjartmarssteini sem heitir kannske Bjartmannssteinn og er í Borgarlandinu, og 'Eg Ester og strákarnir komum á eftir, Við borðuðum hádegismat í Bjarkarlundi, og fórum svo á Hlunnindasýninguna, átum þar vöfflur með rjóma og sultu og drukkum kakó, Þar næst í sundlaugina sem átti afmæli og drukkum kaffi og borðuðum afmælistertu, Fórum svo í sund og vorum þar heillengi og fengum okkur síðan meiri tertu og kaffi, keyrðum þar næst í skoðunarferð út að Stað á Reykjanesi og þar niður að sjó.
Og svo var farið í Hátíðakvöldverð með sel og lunda og kótelettum og ís og ostaköku á eftir. Björgvin Franz Gíslason skemmti og var mjög skemmtilegur. og þar næst spiluðu Skógarpúkarnir og dönsuðu allir ungir sem aldnir alveg frá eins árs til hundrað ára. Heim komum við um tvöleytið. 'Eg ætla ALDREI að fara yfir þessa andskotans Tröllatunguheiði aftur...