Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 02, 2007

Það er þetta Typiskur sunnudagur. Það þýðir eintóm leiðindi.. Mánudagarnir eru bestir. 'Eg er samt búin að liggja í leti og lesa heila bók í dag,,,Og taka til í eldhúsinu...Góðu punktarnir eru að.. Myndavélina týndu fann ég svo þegar ég tók kúluteppið úr bílstjórasætinu á gamla góða kagganum mínum til að setja hana í nýja bílinn. ÞAr var myndavélin bak við sessuna....'Hún var í fínu lagi þó ég væri búin að sitja nánast ofan á henni-- ( hún var reyndar fyrir aftan mig)-- án þess að finna fyrir henni enda er bakhlutinn á mér í mýkra lagi.
'Eg væri líklega ekki góð í að geta ekki sofið á svona baun eins og prinsessan í sögunni og vera að gera vesen út af því.
Nonni fór með mér að sækja Jónatan E í Borgarnes í fyrrakvöld. Takk Nonni minn!! Hann tók hjólið með hávaðaglamrið af og þá datt niður lítil böggluð járnhlíf sem er fyrir innan bremsudiskinn, hún var snúin og undin og allt ískrið og skröltið var í henni... 'Eg ætti að stofna einkahlutafélag sem heitir "klúður og vesen ehf" auðvitað ætti ég að vera ánægð yfir því að þetta er í lagi en ég er það alls ekki og er ekkert nema helvítis fýludrusla. Það viðrast samt vonandi fljótlega af að vanda. Lukka þorir ekki að láta á sér kræla. Vonandi verður næsta vika skemmtileg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home