Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, september 27, 2007

Jæja þá er ég búin að skutlast til Reykjavíkur í dag með Adda og koma til baka. Addi verslaði sér bráðskemmtilegan bíl og við snæddum kvöldverð með 'Ardísi og Hönnu Siggu, 'Ardís er að fara til 'Israel til Tel Aviv á næstunni með starfsliði sínu til að vinna að einhverjum samningi fyrir Vodafone, og Simmi og Dísa eru að skutlast til Kína, það þykir sennilega ekkert merkilegt að vera að skutlast þetta til og frá Hólmavík Reykjavík. 'Eg verð að fara að gera eitthvað víðreistara en þetta ef ég á að teljast "maður með mönnum"
Og að veðrinu sem Addi fullyrðir að ég sé með á heilanum það var þvílíkt stórstreymi úr loftinu í dag að ég hef varla vitað annað eins, gufurok þegar við fórum suður eftir að komið var inn í Hrútafjörð og á leiðinni til baka í Brú en þar datt allt í dúnalogn og engin rigning..Alveg furðulegt ..skal segja þér það.... Gott að vera komin til baka...Hildur búin að prófa nýja bílinn, 'Eg skelli mér í sjóðandi heitt freyðibað og síðan með mergjaða glæpasögu í bólið, Coventry vann Man. United á útivelli. og hver haldið þið að sé hamingjusamastur yfir því???
Jú ég á spennandi pakka á pósthúsinu sæki hann strax kl 9 í fyrramálið,
Bókmenntalegur Lukkupakki.

2 Comments:

  • At 10:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ það var gaman að hitta ykkur:) þetta er nú rétt hjá Adda með veðrið mér finnst þú ekki meiga missa af neinum veðurféttatíma:)gott að ykkur gekk vel þrátt fyrir vindhviður:)

     
  • At 12:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mamma það getur alveg verið merkilegt að skreppa til Reykjavíkur, þú ert að gera það fyrir sjálfa þig, en ekki aðra sko; Ekki rétt hjá mér??

     

Skrifa ummæli

<< Home