Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 18, 2007

Jæja og allt fór þetta vel og ég fór kl 7 í morgun af stað og brunaði suður á nýju hvítu Corollunni minni sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Adda finnst þessar ferlega asnalegt að geta ekki átt bíl nema skíra hann eitthvað en megi hann þá bara vera á ónafngreindum bílog hananú.'Eg var komin í höfuðborgina upp úr kl. tíu og fór heim til HönnuSiggu og fékk mér að borða ( hún var í vinnunni) Fór svo í læknaviðtalið og línurit og kom vel út með alveg hæfilegan og taktvissan hjartslátt og
fulla skoðun á dæluna mína. Ægilega glöð yfir þessu fór ég niður í bæ og ætlaði að kaupa toppgrind sem er fest þversum á bílinn en hún kostaði morð fjár eða 17 000 kall og ég átti ekki neinn 17 000 kall til að bruðla í það svo ég keypti bara lit í prentarann minn og bókina "Burt með draslið" bráðfyndin kennslubók í því að taka til í skápunum og þessháttar, einskonar námskeið í hendingum, og svo er að sjá hvernig útkoman verður. Allt galtómt.
Síðan brunaði ég heim og var komin kl sex á Hólmavík horfði í hvelli á tvo síðustu þætti af Leiðarljósi sem Jóna tók upp fyrir mig. Það er nú vissara að fylgjast með því sem er að gerast í Springfield ...hm.

1 Comments:

  • At 12:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það er gott að þetta er allt í góðu:) og hefur gengið vel hjá þér.

     

Skrifa ummæli

<< Home