Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, september 17, 2007

Eg er að skreppa suður í Rvk kl sex í fyrramálið. búin að póstast í dag.á 'Isó fara út og suður og vestur og norður og norðvestur Bara ekki í austur held ég. Það sem verra er að ég get alls ekki ákveðið hvorri Tojotu Corollunni ég á að fara á. 'Eg verð líklega að fara út og gera Ugla sat á kvisti. en samkvæmt Lukku þá dugar það ekki og þá verð ég líka að gera enimeni ming mang dingdang.
og svo frv. það heyrist nebblega ekkert í útvarpinu á þeirri nýustu og ég á hérna þennan flotta geislaspilara inni í stofu. ,En hann fer nú ekki sjálfur í og verður ekki kominn í þegar ég vakna í fyrramálið.
'I bláu TojotuCorollunni er útvarp sem heyrist í þegar maður er búinn að keyra sirka 20 km. þá kemur það allt í einu með braki og brestum en er gott eftir það. 'Eg verð að hafa útvarp á ferðum mínum út og suður norður og niður, veðurfréttir og þannig. það er algjört prinsippmál.
það lekur úr dekki á hvítu Corollunni. andskotinn hafi það. 'Eg er farin að sofa og vita hvort mér vitrast ekki eitthvað um þetta í draumi.
Þetta Tojotustand er alveg ferlegt , Svo ætla ég að koma líka til baka á morgun og það er bílaskoðun á miðvikudaginn sem sú bláa á að fara í.
Lukku langar í Tojotu RAV, sem hún segir að sé jeppi og algjört æði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home