Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 02, 2007

Komið sólskin og ég fór öfugu megin framúr.
Dagurinn í gær var dagur ferðalaga . 'Eg fór með Jóni ,Ester og börnunum yfir í Reykhólasveit og við fórum á Reykhóladag og tókum myndir út um allt og fórum tvisvar út að borða.
Jón og Dagrún fóru í göngu út að Bjartmarssteini sem heitir kannske Bjartmannssteinn og er í Borgarlandinu, og 'Eg Ester og strákarnir komum á eftir, Við borðuðum hádegismat í Bjarkarlundi, og fórum svo á Hlunnindasýninguna, átum þar vöfflur með rjóma og sultu og drukkum kakó, Þar næst í sundlaugina sem átti afmæli og drukkum kaffi og borðuðum afmælistertu, Fórum svo í sund og vorum þar heillengi og fengum okkur síðan meiri tertu og kaffi, keyrðum þar næst í skoðunarferð út að Stað á Reykjanesi og þar niður að sjó.
Og svo var farið í Hátíðakvöldverð með sel og lunda og kótelettum og ís og ostaköku á eftir. Björgvin Franz Gíslason skemmti og var mjög skemmtilegur. og þar næst spiluðu Skógarpúkarnir og dönsuðu allir ungir sem aldnir alveg frá eins árs til hundrað ára. Heim komum við um tvöleytið. 'Eg ætla ALDREI að fara yfir þessa andskotans Tröllatunguheiði aftur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home