Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Það er afmælið hennar mömmu í dag
Það er alveg geggjað veður í dag , blankalogn hlýtt og blautt. 'Eg er að huxa um að gerast rithöfundur og fá mér mótorhjól og hárkollu, já og stór gleraugu....
Það er föstudagur á morgun og maður er að komast í helgarfíling,,, nei þetta var nú ekki satt...Það eru allir virku dagarnir sem eru helgarfílingur hjá mér...Hvað er annars helgarfílingur??? jú að eitthvað skemmtilegt sé á seyði.....'I aðsigi...Einhver hélt að Aðsigi væri staður og reyndi að panta sér flugfar þangað af því þar væri alltaf svo skemmtilegt veður. Hér er oftast eitthvað skemmtilegt í aðsigi.
Jón Gísli kom áðan og henti stóra smirnoff sjónvarpinu mínu, lyfti því eins og einhver kraftajötunn upp á þakið á rauða bílnum og keyrði með það út í gám. Loksins var þolinmæði mín gagnvart þessu dyntótta sjónvarpi alveg á þrotum. og eftir að vera búin að eyða mörgum stundum í að reyna að sjá eitthvað í því þá var ég alltí einu alveg ákveðin og lét það fokka í ruslið... sköruleg og ákveðin kona...
Hitt sjónvarpið mitt er eins og krækiber í helvíti í skápnum ég get ekki verið þekkt fyrir að hafa það þar lengi.. er haldin svona sjónvarpssnobbi...Allir með stærra sjónvarp en ég huhuhu. Ef einhver sæi þetta nú....Shit maður. Lágkúrulegt með afbrigðum.
Það fjölgar stöðugt sultukrukkunum mínum og bláberjapokum í frystikistunni
Heilsufóður til heils árs..bláber í alla mata og með kaffinu líka..mmmmm.
Hrafnhildur mín birtist hér um sjöleytið með fulla peningapyngju til mín, ekki dónalegt að fá svoleiðis.. vandamálið er hvað á ég að eyða þeim í? ég er búin að fara í gegn um Ikealistann og rúmfata lagerslistann og finn ekki neitt...Kannske sjónvarp..neei ég tími því ekki. Hvort mig vantar eitthvað sérstaklega Hmm.?'Eg man alltí einu ekki eftir neinu...Hvað með slatta af málningu og gólfefni á eldhúsið og viðarþil sem mig er búið að langa í í mörg ár.? Veit ekki ætla að vita hvort mig dreymir eitthvað gáfulegt.. Skil ekki af hverju ég verð alltaf eins og argvítugasti nirfill þegar ég fæ peninga. Lukka er samt alveg friðlaus að eyða þeim í hvelli....

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Já ég er semsagt búin að fara í seinni hjartaþræðinguna sem ég átti að fara í og dælan er klár og verður það vonandi áfram með réttum lífsstíl þjálfun og mataræði svosem minnkandi tertuáti þ.e. hveiti og smjörlíkisáti. Þetta gekk vel og ber að þakka það með því að standa sig vel í þessum atriðum og etv fleiru.
'Eg lenti í svakalegum torfæruog utanvegaakstri á Whitefield í gær. púff fór í berjamó og ætlaði svo að fara aðra leið til baka....datt ekki í hug að ég kæmist þokkalega frá því..En eftir að vera búin að fara yfir stóreflis keldu og hyldjúpan lækjarfarveg. fór þetta nú að lagast.. ég villtist nebblega og fann ekki réttu leiðina en allt fór þetta vel að lokum. það var fröken Lukka sem vildi endilega prufa að fara þessa leið. Hún er skaðræðiskvendi þegar um svona prufukeyrslur er að ræða ...veður út í hvað sem er....En kemst...
Sá gamli Kaggi er greinilega léttari í svona keyrslu og svo var ég nú með smá áhyggjur af að eyðileggja nýju bifreiðina strax en ekkert slíkt gerðist og gróðurskemmdir voru óverulegar, fór yfir fáein tré sem réttu sig strax upp aftur. En á undan labbaði þvílíkur rjúpnaskari að það var eins og þær héldu að það væri 17. júní eða eitthvað og þetta væri skrúðganga.

mánudagur, ágúst 27, 2007Þetta ert semsagt Whitefield rófulausi.

Enginn skuldahali mun því festast aftan í bifreið þessa

'Eg er búin að taka fullt af flottum myndum á nýju vélina, Ester heldur að hin finnist við ákveðið tækifæri. T'IH'I
Nú er u annir sumarsins á enda og við taka aðrar og enn meiri annir haustsins og væntanlega í yfirmáta góðu veðri... 'Eg var ægilega sorgmædd í morgun þegar ég fattaði það að það var fyrsti dagur grunnskólans og enginn Þórður eða Dúna ,Halldór og Sunneva... Hverskonar fjandans andskotans bölvað klúður er þetta.. fokking helvítis bull og vitleysa... 'Eg kann ekki að gera svona andlit á bloggið annars myndi ég gera ótal fýlusnúllur.
Að Öðru... ég hef aðhafst ýmislegt undanfarið sem er soldið spennandi. keypti mér bíl og á nú þrjár Tojotur hverja annarri betri er að hugsa um að safna Tojotum og þegar þær eru orðnar gamlar og afskráðar þá ætla ég að taka af þeim númerin og raða þeim í kring um Hilmi. Það gengur maður fyrir mann að ljúga því að manni að það eigi að taka bátadraslið sem er búið að vera hjá Hilmi síðan fyrir hamingjudaga,ferðamaður spurði hvort þetta væri einskonar slippur. 'Asdís og Sæsi segja að þetta sé alveg að fara og svo gerist ekki neitt. 'Eg er hætt að trúa því sem þau segja. þetta verður örugglega svona næstu hundrað árin....eins og það er gaman að hafa fínt og snyrtilegt.
Já það er verið að mála gluggana á Höfðagötu eitt í dag það verður gaman þegar
verður búið að mála það og vonandi fallegt á litinn. Sæsi segir að það verði grátt...ég trúi honum ekki....Ætli grátt sé í tísku?
'Eg veit ekki hvað ég á að skíra nýja bílinn minn, hann er hvítur. kannske Whitefield eða ísjakinn "Jakinn" kúl hugmynd... hvað er fleira hvítt? 'Isbirnir? fólk?
"Jónatan" er í Borgarnesi og vantar bremsuklossa í annað framhjólið. 'Eg ætla að bjóða Nonna og Svönu í bónusferð....Með verkfæri og klossana sem ég keypti,,HEHEHE LUKKA LÚMSKA.
Búin að gera helling í dag af smáatriðum..settist inn í gamla Kaggann minn og færði hann aðeins og fannst ég virkilega vera komin heim.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Það er best að nota tímann og blogga meðan er rólegt.'Eg er úti á sauðfjársetri að vera safnvörður núna seinnipartinn,, eða er ég safnverja,,, einhversstaðar sá ég orðið bókasafnsverja, það hlýtur að vera Ester,, annars eru konur líka menn t.d. prestur og búfræðingur eru karlkyns ... hvað með séra Siggu og Svanhildi mína...starfsheitin eru karlkyns en þær sem bera þau ekki..... Bull og vitleysa... Alltaf finnst mér vera gott að ganga hér um sali.. suðið í kæliskápnum , suðið í öldunum við ströndina, nú galið í 'Islandshönunum, ogogogo í litlu hænunum, gaman að hafa þessi hænsni, ekki veit ég hvað er orðið af heimaalningunum þeir hafa ekki sést síðan ég kom Ah nú er einhver að koma bless í bili

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Vaknaði í morgun klár og hress...Klæddi mig í föt og sagði bless...Sólin skein og fuglar sungu í trjánum....osfrv. .Það er eins og það sé komið svolítið haust. 'Eg gekk frá bláberjunum mínum. Já bláberin eru orðin risastór.... 'Eg gerði ekkert í gær nema dinglast um og samt bakaði ég slatta kl sjö sem fór í Uppló í morgun... Fannst ég svooo dugleg....Þ.e. mér fannst ég sjálf svooo dugleg.. svo kom Gunni frændi á Gili og ætlaði með mömmu sína í 'Arneshrepp í dag og bauð mér með.. elsku kallinn hann er svooo góður frændi,, það var svoooo gaman og alveg sérstaklega gaman að koma í Kört , þetta er svooo flott hús og allt sem þar er inni og gaman að hitta þau hjónin og fróðlegt að skoða munina sem eru þarna og svo er allt svo snyrtilegt og fínt úti og allt í kring.
Við fórum líka í Norðurfjörð og í kaupfélagið og þar fann ég hluti sem mig vantaði og fást ekki hérna. Þegar við komum til baka fórum við í kvöldmat á Riis og það var ekkert smá gott alveg æðislegt. Mikið er gaman að hafa svona stað.það var líka fullt af fólki í mat...ég er farin að sofa góða nótt...

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Það er alltaf verið að taka myndir af litla húsinu mínu hér á Höfðagötu sjö . mikið vildi ég að ég réði við að hafa húsið og garðinn í snyrtilegt og fínt eins og mér finnst það þurfi að vera. En til þess þyrfti ég að hafa sjálfmokandi skóflur og púka sem halda þessu í röð og þeirri reglu sem ég vildi hafa. Samt veigra ég mér við því að reyna að selja sál mína skrattanum eins og Sæmundur fróði, en hann hafði nú líka farið í Svartaskóla og sá alltaf við kauða....
Svo er ég alltaf öðru hvoru að horfa á ýmislegt annað. eins og td. bátana tvo sem var plantað hjá Hilmi og alltaf á að færa en þeir voru þarna fyrir hamingjudaga og eru enn. "Þeir verða færðir þegar verður farið í að taka til fyrir neðan verksmiðjuna "var mér sagt, og ýjað að því að það sé Höfðamönnum að kenna að það sé ekki gert, Semsagt " Það eru nú sonur þinn og tengdasonur sem eiga sök á því"HEHE....Mér er skítsama hvort þeir eiga sök á því eða einhverjir aðrir, menn með öll þessi tæki eiga bara að fara í þetta og laga til þarna það tæki einn dag. og lausnin er hér við hliðina á okkur.
Það ætti bara að fá Daníel Ingimundarson til að kenna hjá hreppnum og einkafyrirtækjunum hvað er snyrtileg umgengni. Og ráða hann til að taka til og borga honum vel fyrir.
Litla verkstæðið hans er það snyrtilegasta sem ég hef séð.og þannig skal það vera segir hann og umhverfið úti er alveg til fyrirmyndar. Þegar ég er að tala um þetta þá heyrir maður að sumir eru að reyna að narta í hann með athugasemdum eins og "En hann leggur út á grasið, ekki ertu nú hrifin af því.. Tóm öfund.. Ef Daníel leggur út á grasið einhverntíman þá fer hann örugglega með hrífu og lagar grasið sem hefur lagst niður. Það lítur allavega þannig út.
Hann fær ekki umhverfisverðlaun nei nei þau eru sennilega ekki veitt af því hann ætti að fá þau , og þá yrði hann kannske of kátur og dræpist úr monti osfrv..... Yrðu sóðarnir þá glaðir mér er spurn?... því það má enginn skara framúr að þeirra mati. Þeir eru samt sem betur fer í minnihluta.
Jamm. mér finnst ýmislegt. Og einn dagur með Danna í vinnu fyrir neðan verksmiðjuna er efst á umhverfisóskalistanum og ef ég væri gröfukall eða vörubílstjóri með krana því karlmenn (ÞETTA VAR ÖFUND) hreyfa sig nú ekki nema sitjandi í einhverju tæki. Myndi ég fara í þetta í sjálfboðavinnu við að laga til þarna.Elskurnar mínar.
Það gæti verið svoooooo flott þarna fyrir neðan , og svo ætla sonur minn og tengdasonur að klæða verksmiðjuna að utan strax og þeir hafa tíma til þess og þá getum við gömlu nöldurdruslurnar setið á bekk þarna og horft út á hafið og fuglana og andað að okkur rækjuilminum sem berst utan úr fjörunni. vonandi verð ég ennþá lifandi þegar þetta verður....
ég er nefnilega orðin svo andskoti gömul.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Þetta er búin að vera mögnuð helgi , þegar ég var hætt að vorkenna sjálfri mér að vera ekki á ferðinni í Húsbíl sem heitir Skúnkur,(og ég hætti því nokkuð fljótt) því það er náttúrlega langbest að vera hérna heima, alltaf eitthvað bráðskemmtilegt að gerast og spennandi, 'Eg búin að baka heilt tonn af kleinum og allir búnir að éta þær.
Tómas Ponzi listmálari kom og málaði andlitsmyndir á galdrasafninu, og sagði svo margt fallegt um myndirnar mínar að ég varð alveg himinlifandi.
Hann málar alveg rosalega flottar myndir. Svo fórum við HannaSigga út að borða í gærkvöldi 'A Malarkaffi á Drangsnesi. Nýja Kaffihúsið þeirra Valgerðar og 'Asbjörns, ÞAð var mjög gaman og góður matur og músahornikk, við fórum hring, og komum við á Svanshóli á heimleiðinni.
'I dag fór ég norður að Kotbýli kuklarans þar sem Guðjón og Vala voru með kynningu á líkamsrækt með ketilbjöllum, Það er skemmtilegt og það var kastkeppni og bændaganga með bjöllurnar, mismunandi þungar, 'Eg gat kastað 8 kg bjöllu 3,95 m.
Nú það var sólskin í allan dag og ég er búin að stripplast helling og fá fullt af vítamínum úr sólinni, svamla í heita pottinum hjá Höllu 'Eta á mig gat og bæta svo við einni afmælisveislu í kvöld í Víkurtúni 17. dugleg í djamminu. Þetta líkar Lukku vel. 'A morgun er síðasti í verslunarmannahelgi. og ekki komið plan fyrir þann daginn.

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Jú Húsbíll er það Þar skjöplaðist Lukku skinninu.. hvað myndi ég láta svona bíl heita ef ég ætti hann. Skúnkurinn eða eitthvað fallegt.
Já það er allt í lagi að láta sig dreyma er það ekki. ÞAð er annars alveg ferlegt hvað ég læt alltaf verslunarmannahelgar raska ró minni. Það lýsir sér þannig Hugs hugs...allir eru að fara að ferðast eitthvað saman og skoða sig um og gera eitthvað skemmtilegt ...nema ég..og Vorkenni sjálfri mér ógurlega..aumingja grey ég leiðinlega...Veit samt ekki einu sinni hvort mig langi að fara eitthvað saman og gera eitthvað skemmtilegt.....Fjandans andskoti...samt gera eitthvað endilega ...Fokking vesen...Verslunarmannahelgi....Auðvitað gæti ég farið eitthvað ein td út á Drangsnes í veislu og fá mér saltfisk. það er nú svolítið heillandi ... en ...ég gæti líka étið heima hjá mér og farið svo að sofa.Það er úr ýmsu að velja. þetta er alveg svakalegt....Smyrja nesti ...f svona góðar brauðsneiðar með laxi og eggjum , hita kakó og fara með það upp að þiðriksvallavatni og éta það ....Þá er það eins og með annað.. ég hef ekki hálft gagn af neinu svona nema einhver éti það með mér..og það eru einmitt allir að gera eitthvað annað....og ég er svo hundleiðinleg ein með sjálfri mér. Örugglega leiðinlegasta manneskja í heimi...Það er af sem áður var þegar ég trillaði ein um fjöll og firnindi og var skemmtileg...En því hefur nú aldeilis farið aftur......Tíhí....Það er best að önglast um og nöldra út af öllu og fara verulega í taugarnar á fólki.
Samt neei betra að þegja..... Eftir að hafa tekið törn í að huxa svona leiðinlega þá fór ég út á Riis og fékk mér að borða hádegismat...það var góður matur, fallegt og broshýrt starfsfólk, og ég leiðindaskjóðan er nú komin í stuð til að fara að baka kleinur sem eiga að fara á íþróttamót til Hornafjarðar. Svo verða þær étnar....