Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Jú Húsbíll er það Þar skjöplaðist Lukku skinninu.. hvað myndi ég láta svona bíl heita ef ég ætti hann. Skúnkurinn eða eitthvað fallegt.
Já það er allt í lagi að láta sig dreyma er það ekki. ÞAð er annars alveg ferlegt hvað ég læt alltaf verslunarmannahelgar raska ró minni. Það lýsir sér þannig Hugs hugs...allir eru að fara að ferðast eitthvað saman og skoða sig um og gera eitthvað skemmtilegt ...nema ég..og Vorkenni sjálfri mér ógurlega..aumingja grey ég leiðinlega...Veit samt ekki einu sinni hvort mig langi að fara eitthvað saman og gera eitthvað skemmtilegt.....Fjandans andskoti...samt gera eitthvað endilega ...Fokking vesen...Verslunarmannahelgi....Auðvitað gæti ég farið eitthvað ein td út á Drangsnes í veislu og fá mér saltfisk. það er nú svolítið heillandi ... en ...ég gæti líka étið heima hjá mér og farið svo að sofa.Það er úr ýmsu að velja. þetta er alveg svakalegt....Smyrja nesti ...f svona góðar brauðsneiðar með laxi og eggjum , hita kakó og fara með það upp að þiðriksvallavatni og éta það ....Þá er það eins og með annað.. ég hef ekki hálft gagn af neinu svona nema einhver éti það með mér..og það eru einmitt allir að gera eitthvað annað....og ég er svo hundleiðinleg ein með sjálfri mér. Örugglega leiðinlegasta manneskja í heimi...Það er af sem áður var þegar ég trillaði ein um fjöll og firnindi og var skemmtileg...En því hefur nú aldeilis farið aftur......Tíhí....Það er best að önglast um og nöldra út af öllu og fara verulega í taugarnar á fólki.
Samt neei betra að þegja..... Eftir að hafa tekið törn í að huxa svona leiðinlega þá fór ég út á Riis og fékk mér að borða hádegismat...það var góður matur, fallegt og broshýrt starfsfólk, og ég leiðindaskjóðan er nú komin í stuð til að fara að baka kleinur sem eiga að fara á íþróttamót til Hornafjarðar. Svo verða þær étnar....

4 Comments:

  • At 4:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sumir verða líka bara í vinnunni sinni og þar er mjög skemmtilegt. Þú gætir nú kíkt þangað, þarft hvorki nesti né húsbíl.

     
  • At 8:44 e.h., Blogger Little miss mohawk said…

    Fyrirgefðu, það er alger einstakur hryllingur að skíra húsbíl. Allt í lagi að skíra venjulegan bíl en ekki húsbíl. Sé þig alveg í anda keyra um á "krúttinu" ehheeheh !

     
  • At 2:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mikið er nú gott að vera bara ekkert á ferðinni= núna eins og veðrið er, bara geta haft það gott heima hjá sér, hlakka til að fara með þér út á Drangsnes og borða á nýja staðnum annað kvöld:)

     
  • At 6:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hei, kleinur á Ho'nafjörð. Aldeilis herlegheit það. Vild'é væri þar á meðal ættingja minna til að bragð'á þeim. Nammi namm!

    Knús frá Kiðlingi

     

Skrifa ummæli

<< Home