Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Þetta er búin að vera mögnuð helgi , þegar ég var hætt að vorkenna sjálfri mér að vera ekki á ferðinni í Húsbíl sem heitir Skúnkur,(og ég hætti því nokkuð fljótt) því það er náttúrlega langbest að vera hérna heima, alltaf eitthvað bráðskemmtilegt að gerast og spennandi, 'Eg búin að baka heilt tonn af kleinum og allir búnir að éta þær.
Tómas Ponzi listmálari kom og málaði andlitsmyndir á galdrasafninu, og sagði svo margt fallegt um myndirnar mínar að ég varð alveg himinlifandi.
Hann málar alveg rosalega flottar myndir. Svo fórum við HannaSigga út að borða í gærkvöldi 'A Malarkaffi á Drangsnesi. Nýja Kaffihúsið þeirra Valgerðar og 'Asbjörns, ÞAð var mjög gaman og góður matur og músahornikk, við fórum hring, og komum við á Svanshóli á heimleiðinni.
'I dag fór ég norður að Kotbýli kuklarans þar sem Guðjón og Vala voru með kynningu á líkamsrækt með ketilbjöllum, Það er skemmtilegt og það var kastkeppni og bændaganga með bjöllurnar, mismunandi þungar, 'Eg gat kastað 8 kg bjöllu 3,95 m.
Nú það var sólskin í allan dag og ég er búin að stripplast helling og fá fullt af vítamínum úr sólinni, svamla í heita pottinum hjá Höllu 'Eta á mig gat og bæta svo við einni afmælisveislu í kvöld í Víkurtúni 17. dugleg í djamminu. Þetta líkar Lukku vel. 'A morgun er síðasti í verslunarmannahelgi. og ekki komið plan fyrir þann daginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home