Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Já ég er semsagt búin að fara í seinni hjartaþræðinguna sem ég átti að fara í og dælan er klár og verður það vonandi áfram með réttum lífsstíl þjálfun og mataræði svosem minnkandi tertuáti þ.e. hveiti og smjörlíkisáti. Þetta gekk vel og ber að þakka það með því að standa sig vel í þessum atriðum og etv fleiru.
'Eg lenti í svakalegum torfæruog utanvegaakstri á Whitefield í gær. púff fór í berjamó og ætlaði svo að fara aðra leið til baka....datt ekki í hug að ég kæmist þokkalega frá því..En eftir að vera búin að fara yfir stóreflis keldu og hyldjúpan lækjarfarveg. fór þetta nú að lagast.. ég villtist nebblega og fann ekki réttu leiðina en allt fór þetta vel að lokum. það var fröken Lukka sem vildi endilega prufa að fara þessa leið. Hún er skaðræðiskvendi þegar um svona prufukeyrslur er að ræða ...veður út í hvað sem er....En kemst...
Sá gamli Kaggi er greinilega léttari í svona keyrslu og svo var ég nú með smá áhyggjur af að eyðileggja nýju bifreiðina strax en ekkert slíkt gerðist og gróðurskemmdir voru óverulegar, fór yfir fáein tré sem réttu sig strax upp aftur. En á undan labbaði þvílíkur rjúpnaskari að það var eins og þær héldu að það væri 17. júní eða eitthvað og þetta væri skrúðganga.

2 Comments:

  • At 12:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Alltaf gaman að skaðræðiskvendum Lukkan mín, lífið væri ekki eins skemmtilegt ef þeirra nyti ekki við a.m.k. svona endrum og sinnum.
    Gott að heyra að pumpan er komin í lag og farðu nú vel með þig.

    lúv jú


    ella

     
  • At 7:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elín Sigríður farðu nú að koma í heimsókn !!!!!!!

     

Skrifa ummæli

<< Home