Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 27, 2007

Nú er u annir sumarsins á enda og við taka aðrar og enn meiri annir haustsins og væntanlega í yfirmáta góðu veðri... 'Eg var ægilega sorgmædd í morgun þegar ég fattaði það að það var fyrsti dagur grunnskólans og enginn Þórður eða Dúna ,Halldór og Sunneva... Hverskonar fjandans andskotans bölvað klúður er þetta.. fokking helvítis bull og vitleysa... 'Eg kann ekki að gera svona andlit á bloggið annars myndi ég gera ótal fýlusnúllur.
Að Öðru... ég hef aðhafst ýmislegt undanfarið sem er soldið spennandi. keypti mér bíl og á nú þrjár Tojotur hverja annarri betri er að hugsa um að safna Tojotum og þegar þær eru orðnar gamlar og afskráðar þá ætla ég að taka af þeim númerin og raða þeim í kring um Hilmi. Það gengur maður fyrir mann að ljúga því að manni að það eigi að taka bátadraslið sem er búið að vera hjá Hilmi síðan fyrir hamingjudaga,ferðamaður spurði hvort þetta væri einskonar slippur. 'Asdís og Sæsi segja að þetta sé alveg að fara og svo gerist ekki neitt. 'Eg er hætt að trúa því sem þau segja. þetta verður örugglega svona næstu hundrað árin....eins og það er gaman að hafa fínt og snyrtilegt.
Já það er verið að mála gluggana á Höfðagötu eitt í dag það verður gaman þegar
verður búið að mála það og vonandi fallegt á litinn. Sæsi segir að það verði grátt...ég trúi honum ekki....Ætli grátt sé í tísku?
'Eg veit ekki hvað ég á að skíra nýja bílinn minn, hann er hvítur. kannske Whitefield eða ísjakinn "Jakinn" kúl hugmynd... hvað er fleira hvítt? 'Isbirnir? fólk?
"Jónatan" er í Borgarnesi og vantar bremsuklossa í annað framhjólið. 'Eg ætla að bjóða Nonna og Svönu í bónusferð....Með verkfæri og klossana sem ég keypti,,HEHEHE LUKKA LÚMSKA.
Búin að gera helling í dag af smáatriðum..settist inn í gamla Kaggann minn og færði hann aðeins og fannst ég virkilega vera komin heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home