Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Það er best að nota tímann og blogga meðan er rólegt.'Eg er úti á sauðfjársetri að vera safnvörður núna seinnipartinn,, eða er ég safnverja,,, einhversstaðar sá ég orðið bókasafnsverja, það hlýtur að vera Ester,, annars eru konur líka menn t.d. prestur og búfræðingur eru karlkyns ... hvað með séra Siggu og Svanhildi mína...starfsheitin eru karlkyns en þær sem bera þau ekki..... Bull og vitleysa... Alltaf finnst mér vera gott að ganga hér um sali.. suðið í kæliskápnum , suðið í öldunum við ströndina, nú galið í 'Islandshönunum, ogogogo í litlu hænunum, gaman að hafa þessi hænsni, ekki veit ég hvað er orðið af heimaalningunum þeir hafa ekki sést síðan ég kom Ah nú er einhver að koma bless í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home