Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Það er alltaf verið að taka myndir af litla húsinu mínu hér á Höfðagötu sjö . mikið vildi ég að ég réði við að hafa húsið og garðinn í snyrtilegt og fínt eins og mér finnst það þurfi að vera. En til þess þyrfti ég að hafa sjálfmokandi skóflur og púka sem halda þessu í röð og þeirri reglu sem ég vildi hafa. Samt veigra ég mér við því að reyna að selja sál mína skrattanum eins og Sæmundur fróði, en hann hafði nú líka farið í Svartaskóla og sá alltaf við kauða....
Svo er ég alltaf öðru hvoru að horfa á ýmislegt annað. eins og td. bátana tvo sem var plantað hjá Hilmi og alltaf á að færa en þeir voru þarna fyrir hamingjudaga og eru enn. "Þeir verða færðir þegar verður farið í að taka til fyrir neðan verksmiðjuna "var mér sagt, og ýjað að því að það sé Höfðamönnum að kenna að það sé ekki gert, Semsagt " Það eru nú sonur þinn og tengdasonur sem eiga sök á því"HEHE....Mér er skítsama hvort þeir eiga sök á því eða einhverjir aðrir, menn með öll þessi tæki eiga bara að fara í þetta og laga til þarna það tæki einn dag. og lausnin er hér við hliðina á okkur.
Það ætti bara að fá Daníel Ingimundarson til að kenna hjá hreppnum og einkafyrirtækjunum hvað er snyrtileg umgengni. Og ráða hann til að taka til og borga honum vel fyrir.
Litla verkstæðið hans er það snyrtilegasta sem ég hef séð.og þannig skal það vera segir hann og umhverfið úti er alveg til fyrirmyndar. Þegar ég er að tala um þetta þá heyrir maður að sumir eru að reyna að narta í hann með athugasemdum eins og "En hann leggur út á grasið, ekki ertu nú hrifin af því.. Tóm öfund.. Ef Daníel leggur út á grasið einhverntíman þá fer hann örugglega með hrífu og lagar grasið sem hefur lagst niður. Það lítur allavega þannig út.
Hann fær ekki umhverfisverðlaun nei nei þau eru sennilega ekki veitt af því hann ætti að fá þau , og þá yrði hann kannske of kátur og dræpist úr monti osfrv..... Yrðu sóðarnir þá glaðir mér er spurn?... því það má enginn skara framúr að þeirra mati. Þeir eru samt sem betur fer í minnihluta.
Jamm. mér finnst ýmislegt. Og einn dagur með Danna í vinnu fyrir neðan verksmiðjuna er efst á umhverfisóskalistanum og ef ég væri gröfukall eða vörubílstjóri með krana því karlmenn (ÞETTA VAR ÖFUND) hreyfa sig nú ekki nema sitjandi í einhverju tæki. Myndi ég fara í þetta í sjálfboðavinnu við að laga til þarna.Elskurnar mínar.
Það gæti verið svoooooo flott þarna fyrir neðan , og svo ætla sonur minn og tengdasonur að klæða verksmiðjuna að utan strax og þeir hafa tíma til þess og þá getum við gömlu nöldurdruslurnar setið á bekk þarna og horft út á hafið og fuglana og andað að okkur rækjuilminum sem berst utan úr fjörunni. vonandi verð ég ennþá lifandi þegar þetta verður....
ég er nefnilega orðin svo andskoti gömul.

3 Comments:

  • At 4:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert ótrúleg :) Vægast sagt - kryddar tilveruna.. Ég er samt innilega sammála þér, ,,miðbærinn" okkar er ekki sá fallegasti sem ég hef sér!

     
  • At 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert dásamleg og mundu; gamalt er gott.

    knús og kossar
    kv.
    Ella Óladóttir

     
  • At 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jamm. Umgjörðin í kringum þorpið á Hólmavík er öldungis stórkostlega falleg og svo sér maður hvernig heildarmyndin gæti verið algjörlega frábær líka þegar umhverfi einstakra fyrirtækja er skoðað (Orkubúið, Búnaðarbankinn eða hvað hann nú heitir) og líka einstakir hlutar bæjarins eins og sums staðar úti í hverfi.

    Það er nú gott.

    Á móti er svo bærinn sjálfur yfirleitt frekar vanhirtur. Það er eins og það sé bara ekki ljóst hvar á að vera gras eða blóm og hvar möl. T.d. er hörmulegur óræktargróður kringum ljósastaurana á Hafnarbrautinni og víðar í bænum (jafnvel á bílastæðum), órækt í lautunum í sýslumannshallanum og við sjoppuna, sárvantar græn svæði, hellulagða göngustíga, gosbrunna, minnismerki og torg, gangstéttarhellurnar eru víða brotnar og virðast aldrei lagfærðar, ómalbikaðar götur, holurnar í steyptu og malbikuðu götunum eru þar árum saman, ókláraðir þakkassar hér og hvar á opinberum byggingum, allt of mikið óskipulag á hvar farartækjum er lagt eða hlutum plantað niður í gamla bænum og á Skeiðinu, leiksvæði sem virðast í niðurníðslu, óskipulögð plön (t.d. framan við Félagsheimili og Bragga), kringum KSH og sjoppuna og margt slíkt.

    Það er afleitt.

    En það er svo sem ekkert sem ekki er hægt að laga ef menn hafa áhuga á því. Hægt að skipta bænum í þrjá hluta eftir hverfislitunum og einsetja sér að gera grundvallarbreytingu á einum þeirra á ári eða svo. Og Skeiðið fjórða árið og allt væri orðið fínt og flott eftir fimm ár. Fá þá sem kunna til verka á ólíkum sviðum í málið og einn glöggan á umhverfið til að stjórna öllu saman. Og sumt sem betur má fara sjá nú allir.

     

Skrifa ummæli

<< Home