Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Það er afmælið hennar mömmu í dag
Það er alveg geggjað veður í dag , blankalogn hlýtt og blautt. 'Eg er að huxa um að gerast rithöfundur og fá mér mótorhjól og hárkollu, já og stór gleraugu....
Það er föstudagur á morgun og maður er að komast í helgarfíling,,, nei þetta var nú ekki satt...Það eru allir virku dagarnir sem eru helgarfílingur hjá mér...Hvað er annars helgarfílingur??? jú að eitthvað skemmtilegt sé á seyði.....'I aðsigi...Einhver hélt að Aðsigi væri staður og reyndi að panta sér flugfar þangað af því þar væri alltaf svo skemmtilegt veður. Hér er oftast eitthvað skemmtilegt í aðsigi.
Jón Gísli kom áðan og henti stóra smirnoff sjónvarpinu mínu, lyfti því eins og einhver kraftajötunn upp á þakið á rauða bílnum og keyrði með það út í gám. Loksins var þolinmæði mín gagnvart þessu dyntótta sjónvarpi alveg á þrotum. og eftir að vera búin að eyða mörgum stundum í að reyna að sjá eitthvað í því þá var ég alltí einu alveg ákveðin og lét það fokka í ruslið... sköruleg og ákveðin kona...
Hitt sjónvarpið mitt er eins og krækiber í helvíti í skápnum ég get ekki verið þekkt fyrir að hafa það þar lengi.. er haldin svona sjónvarpssnobbi...Allir með stærra sjónvarp en ég huhuhu. Ef einhver sæi þetta nú....Shit maður. Lágkúrulegt með afbrigðum.
Það fjölgar stöðugt sultukrukkunum mínum og bláberjapokum í frystikistunni
Heilsufóður til heils árs..bláber í alla mata og með kaffinu líka..mmmmm.
Hrafnhildur mín birtist hér um sjöleytið með fulla peningapyngju til mín, ekki dónalegt að fá svoleiðis.. vandamálið er hvað á ég að eyða þeim í? ég er búin að fara í gegn um Ikealistann og rúmfata lagerslistann og finn ekki neitt...Kannske sjónvarp..neei ég tími því ekki. Hvort mig vantar eitthvað sérstaklega Hmm.?'Eg man alltí einu ekki eftir neinu...Hvað með slatta af málningu og gólfefni á eldhúsið og viðarþil sem mig er búið að langa í í mörg ár.? Veit ekki ætla að vita hvort mig dreymir eitthvað gáfulegt.. Skil ekki af hverju ég verð alltaf eins og argvítugasti nirfill þegar ég fæ peninga. Lukka er samt alveg friðlaus að eyða þeim í hvelli....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home