Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 28, 2005

Nú er annar í páskum og búið að vera gaman,og fjölskylduvænir páskar, við HannaSigga vorum geysilega athafnasamar á laugardaginn ég málaði og tók til á skrifstofunni, og hún gerði allt hitt tandurhreint og fínt, ég er búin að útrýma viðbjóðslega dökkgula litnum úr ganginum uppi og á bara eftir eitt horn á skrifstofunni., það er allt annað umhorfs,,og ég er alveg rosalega ánægð með þetta, svo fórum við í kvöldmat hjá Hildi og Adda, og síðan á bingó sem foredrafélagið í skólanum hélt, þar var fjöldi manns og ég vona að foreldrafélagið hafi grætt vel á bíngóinu, Svo í gær fórum við út að Kirkjubóli og í Steinó, inn á Kópnesið og til Hadda og Hrafnhildar, Stelpurnar mínar fóru svo suður eftir hádegið, og Tómas litli og Silja Dagrún með þeim í Borgarnes.
Veðrið er alveg himneskt.
Svo er í dag annar í páskum og búið að laga Strandavefinn að nokkru leyti,Gott er það.
Ég er búin að fylla þrjá stóra ruslapoka af drasli og henda og er það alveg frábært afrek, Hrafnhildur kom og stappaði í mig stálinu, við erum svo góðar saman í þessu, ég er svo milkill hryllilegur safnari drasls.
svo finn ég alltaf einhverja nýtilega hluti í leiðinni sem ég hef týnt..Jibbí.....

laugardagur, mars 26, 2005

Hildur og Addi buðu mér í mat í kvöld og alltíeinu birtust Árdís og HannaSigga.. Og kvöldið leið við söng og gítarspil..Afar indælt..eftir góðan málningardag á skrifstofunni. Það var ég að mála bak við húsgögnin mín og víðar.Á bara efti bak við einn skáp.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Vaaaá, í dag þegar ég var að koma frá Kirkjubóli sá ég þá ekki eina svaka stóra Komatsu beltagröfu sem einhver var að moka með uppi á haugum, ég fór í forvitnisferð þó vegurinn sé illfær vegna drullu, og SJÁ þarna var verið að byrja að laga eitthvað til. Það mátti nú aldeilis.. Samt er skítt að það skuli ekki vera hægt að nota timbrið til að hita eitthvað upp eða smíða úr því, .mér finnst alveg ægilegt að það þarf að henda brettunum alltaf eftir að nota þau einu sinni. Það er samt sjálfsagt of dýrt að endurnýta þau eitthvað. Ég er fáfróð um þá hluti.. Veit bara að timbur er dýrmætt. Og dýrt. Fokking peningaskrattar.
Ég fór til doktorsins í dag af því ég er svo hundleið á bakinu á mér.. Íbúfen sagði hann.. Ég er líka hundleið á Íbúfeni, skal samt prufa smá.
Gaman ef Árdís mín og HannaSigga koma um páskana.. Dagrún og Arnór og Sigfús gerðu páskafínt í stofunni útfrá í dag, tóku ofsavel til og létu páskaunga og skraut hér og þar, Ester kemur á morgun með Reyni í Gröf.

laugardagur, mars 19, 2005

DAGUR ATHAFNA !
Taka steypuna úr galdramótunum svo laga hana með gifsi bera lakk á . síðan út að Kirkjubóli og elda, og þar sat svo kella og raðaði dóti í kassa, í allan dag. og gekk það vel, Jón Gísli smíðaði, Dóri málaði, og Jón skrúbbaði loftið og veggina í eldhúsinu og bar alla kassana inní herbergi .Ofsalega væri nú gott að geta skellt sér ofan í heitan pott....En baðkerið mitt verður að duga. Ef ég ætti eina ósk
Laugardagur alveg rosalega flott veður. Ég er að bilast mig langar svo að æða eitthvað út í náttúruna helst upp á sjónvarpshæð eða bara eitthvað, taka verulega áþví....
Ég fer út að Kirkjubóli á eftir að elda því Ester mín fór til Reykjavíkur að hitta pabba sinn sem er veikari og var fluttur suður á þriðjudaginn. Það eru að koma páskar Ótrúlegt...
Föstudagur og ég var með ægileg Idolfráhvarfseinkenni ohh....kvöldið fór í að horfa á hundleiðinlega sjónvarpsmynd... fór upp í skóla eftir hádegiðog sá allt sem krakkarnir eru búin að gera, Gaman það. Tróð upp í beinni útsendingu hjá útvarpinu þeirra með harmonikkuspil og Bjarni söng Kötukvæði. tíhíhí

miðvikudagur, mars 16, 2005

Nú er það svart..eða öllu heldur hvítt,,Það var hlýtt á mánudag.en nú er komið skítavetrarhafísveður og miðvikudagur,,Þriðjudagurinn féll út..Þriðjudagsfrétt var þó af Jóni Gísla mínum sem fór útaf veginum á vegheflinum á leiðinni norður í Árneshrepp það fór þó allt saman vel en stóð tæpt samkvæmt myndunum á Strandir.is Það gengur vel á Kirkjubóli Guji, Haddi og Reynir eru að einangra loftið og búnir að henda úr saginu og spónunum og eru að setja aðra einangrun, Dóri hamast við að pússa og er að fara að mála stofurnar og ganginn og glugga og hurðir. Kristján frændi var búinn að hreinsa allar hurðirnar með úðunargræju og sérstökum bursta úr svínahárum og þar var ekki slegið slöku við..
Helgin Framhald: Já takk fyrir helgina krúttin mín!!!! Já þegar ekki tókst að afrugla sjónvarpið Vörpuðum við okkur bara í heita pottinn og dvöldum þar lengi kvölds við ýmislegt kvennaskraf og grín. fórum svo fyrir rest uppúr og skildum eftir harðfrosin spor á leiðinni inn. Áfram var skrafað og síðan farið í kojur.Svanhildur svaf uppi í rjáfri á þriðjuhæð og höfðum við dulitlar áhyggjur af því einkanlega Ester sem var lengst fyrir neðan hana, en allt þetta fór nú vel. Við vöknuðum eldsnemma á laugardeginum Hildur kom og við fórum í Borgarnes, Þar moraði allt í Hólmvíkingum, svo var fariðí bústaðinn, í pottinn, slappað af og síðan var hátíðakvöldverður, marineraðar kjúklingabringur, salöt og rauðvín. svo spiluðum við pictionary.og spáðum í tarotspil.Seint um kvöldið reyndist pottfjandinn vera orðinn kaldur.og líka á sunnudagsmorguninn. við lögðum af stað heimleiðis á hádegi og vorum komnar heim um fimmleytið eftir ævintýrið í Brú sem toppaði ferðina...Myndirnar eru alveg frábærar.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Það er búin að vera aldeilis æðislega góð helgi og viðburðarík. Það var svoooo notalegt að fara í sumarbústaðinn með Brynju, Ester, Hildi, Svönu, Árdísi og Hönnu Siggu. Hrafnhildur mín sat heima og gerði verkefni..Hú verður bara að koma með næst..Við ætlum sko að fara aftur...Við fórum á föstudag kl hálf fimm á tveimur bílum Ég og Brynja og Svana og Ester, nema Hildur kom á laugardagsmorgninum ( á einum bíl) Ofsalega er þetta greinargott hjá mér tíhíhí..Ég er nú þekkt að því í dag að aka fremur hægt á minni gæðakerru svo við hleyptum Svönu framúr í Norðurárdalnum. Þegar við komum svo í bústaðinn var hún ekki komin svo við höfðum farið óvart framúr henni einhversstaðar, og varð það tilefni til mikilla heilabrota. Þarna varð fagnaðarfundur og hafist handa við önnur heilabrot við að setja afruglara við sjónvarpið svo við gætum horft á Idolið. Það tókst hinsvegar ekki....Meira seinna því nú er Leiðarljós að byrja....

laugardagur, mars 05, 2005

Laugardagur og Idolið í gær fór eins og vonir stóðu til..frábært það. Heiða komst í úrslitin..Ég fór út að Kirkjubóli í gær og eldaði hádegismat svo Ester gæti haldið áfram að flokka dót. Smiðirnir voru á fullu að hreinsa innan úr stofunni og svefnherberginu,og Matti og Jón Gísli, voru líka á fullu að vinna. Jón og Addi voru að bjarga Strandavefnum sem einhver glæpon hafði næstum eyðilagt.
Sigga Atla tókst hið ómögulega að bjarga Idolkvöldi fyrir íbúana með því að hafa það í sal Galdrasafnsins.og tókst það vel.
Ég er búin að baða tilberahausana og ætla nú að fara í ræktina.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Margt hefur gerst síðan í gær, Allt raskið hjá Kirkjubólsfólkinu mínu, sem fór betur en áhorfðist
Eg er með nýja tölvu sem Addi er búinn að setja ýmislegt í t.d. geisladiskadrif, búinn að setja skannann, prentarann og myndavélina mína í, mig vantar samt fleira en það stendur til bóta,, alltaf vantar meira og meira,
Ég er andlaus og vitlaus og það er draugagangur í hausnum á mér. Greyið ég.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Sveimér þá ég held að ég sé að klikkast, það er reyndar ekki nýtt fyrirbæri en ástæðan er alveg splunkuný... vonandi verður gott veður helgina 11-12-13. mars... það hefur ekki verið tölvusamband nú í nokkra daga, það er alveg furðulegt hvað maður er háður því að geta notað tölvuna. fyrir ekki margt löngu vissi maður ekki einu sinni hvað var enter eða þ.h.
Ég hef verið að vinna við að búa til lítil falleg tilberakvikindi fyrir galdrasafnið og það gengur bara vel .