Helgin Framhald: Já takk fyrir helgina krúttin mín!!!! Já þegar ekki tókst að afrugla sjónvarpið Vörpuðum við okkur bara í heita pottinn og dvöldum þar lengi kvölds við ýmislegt kvennaskraf og grín. fórum svo fyrir rest uppúr og skildum eftir harðfrosin spor á leiðinni inn. Áfram var skrafað og síðan farið í kojur.Svanhildur svaf uppi í rjáfri á þriðjuhæð og höfðum við dulitlar áhyggjur af því einkanlega Ester sem var lengst fyrir neðan hana, en allt þetta fór nú vel. Við vöknuðum eldsnemma á laugardeginum Hildur kom og við fórum í Borgarnes, Þar moraði allt í Hólmvíkingum, svo var fariðí bústaðinn, í pottinn, slappað af og síðan var hátíðakvöldverður, marineraðar kjúklingabringur, salöt og rauðvín. svo spiluðum við pictionary.og spáðum í tarotspil.Seint um kvöldið reyndist pottfjandinn vera orðinn kaldur.og líka á sunnudagsmorguninn. við lögðum af stað heimleiðis á hádegi og vorum komnar heim um fimmleytið eftir ævintýrið í Brú sem toppaði ferðina...Myndirnar eru alveg frábærar.
Síðustu innlegg
- Það er búin að vera aldeilis æðislega góð helgi og...
- Laugardagur og Idolið í gær fór eins og vonir stóð...
- Margt hefur gerst síðan í gær, Allt raskið hjá Kir...
- Sveimér þá ég held að ég sé að klikkast, það er re...
- ÞAð er komin hláka og ég veit ekki hvað. það er ba...
- Nú gerði ég einhvern skrattann og veit ekki hvað k...
- Sunnudagsmorgunn..eins og Bjarni Ómar og Kristján ...
- Það er aldeilis búið að vera fjör hér í norðvestri...
- Kominn mánudagur og ég var að skoða Strandafréttav...
- Idolkvöldið tókst vel og nú er að fara á blótið og...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home