Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Vaaaá, í dag þegar ég var að koma frá Kirkjubóli sá ég þá ekki eina svaka stóra Komatsu beltagröfu sem einhver var að moka með uppi á haugum, ég fór í forvitnisferð þó vegurinn sé illfær vegna drullu, og SJÁ þarna var verið að byrja að laga eitthvað til. Það mátti nú aldeilis.. Samt er skítt að það skuli ekki vera hægt að nota timbrið til að hita eitthvað upp eða smíða úr því, .mér finnst alveg ægilegt að það þarf að henda brettunum alltaf eftir að nota þau einu sinni. Það er samt sjálfsagt of dýrt að endurnýta þau eitthvað. Ég er fáfróð um þá hluti.. Veit bara að timbur er dýrmætt. Og dýrt. Fokking peningaskrattar.
Ég fór til doktorsins í dag af því ég er svo hundleið á bakinu á mér.. Íbúfen sagði hann.. Ég er líka hundleið á Íbúfeni, skal samt prufa smá.
Gaman ef Árdís mín og HannaSigga koma um páskana.. Dagrún og Arnór og Sigfús gerðu páskafínt í stofunni útfrá í dag, tóku ofsavel til og létu páskaunga og skraut hér og þar, Ester kemur á morgun með Reyni í Gröf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home