Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, mars 16, 2005

Nú er það svart..eða öllu heldur hvítt,,Það var hlýtt á mánudag.en nú er komið skítavetrarhafísveður og miðvikudagur,,Þriðjudagurinn féll út..Þriðjudagsfrétt var þó af Jóni Gísla mínum sem fór útaf veginum á vegheflinum á leiðinni norður í Árneshrepp það fór þó allt saman vel en stóð tæpt samkvæmt myndunum á Strandir.is Það gengur vel á Kirkjubóli Guji, Haddi og Reynir eru að einangra loftið og búnir að henda úr saginu og spónunum og eru að setja aðra einangrun, Dóri hamast við að pússa og er að fara að mála stofurnar og ganginn og glugga og hurðir. Kristján frændi var búinn að hreinsa allar hurðirnar með úðunargræju og sérstökum bursta úr svínahárum og þar var ekki slegið slöku við..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home