Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 05, 2005

Laugardagur og Idolið í gær fór eins og vonir stóðu til..frábært það. Heiða komst í úrslitin..Ég fór út að Kirkjubóli í gær og eldaði hádegismat svo Ester gæti haldið áfram að flokka dót. Smiðirnir voru á fullu að hreinsa innan úr stofunni og svefnherberginu,og Matti og Jón Gísli, voru líka á fullu að vinna. Jón og Addi voru að bjarga Strandavefnum sem einhver glæpon hafði næstum eyðilagt.
Sigga Atla tókst hið ómögulega að bjarga Idolkvöldi fyrir íbúana með því að hafa það í sal Galdrasafnsins.og tókst það vel.
Ég er búin að baða tilberahausana og ætla nú að fara í ræktina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home