Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 28, 2005

Nú er annar í páskum og búið að vera gaman,og fjölskylduvænir páskar, við HannaSigga vorum geysilega athafnasamar á laugardaginn ég málaði og tók til á skrifstofunni, og hún gerði allt hitt tandurhreint og fínt, ég er búin að útrýma viðbjóðslega dökkgula litnum úr ganginum uppi og á bara eftir eitt horn á skrifstofunni., það er allt annað umhorfs,,og ég er alveg rosalega ánægð með þetta, svo fórum við í kvöldmat hjá Hildi og Adda, og síðan á bingó sem foredrafélagið í skólanum hélt, þar var fjöldi manns og ég vona að foreldrafélagið hafi grætt vel á bíngóinu, Svo í gær fórum við út að Kirkjubóli og í Steinó, inn á Kópnesið og til Hadda og Hrafnhildar, Stelpurnar mínar fóru svo suður eftir hádegið, og Tómas litli og Silja Dagrún með þeim í Borgarnes.
Veðrið er alveg himneskt.
Svo er í dag annar í páskum og búið að laga Strandavefinn að nokkru leyti,Gott er það.
Ég er búin að fylla þrjá stóra ruslapoka af drasli og henda og er það alveg frábært afrek, Hrafnhildur kom og stappaði í mig stálinu, við erum svo góðar saman í þessu, ég er svo milkill hryllilegur safnari drasls.
svo finn ég alltaf einhverja nýtilega hluti í leiðinni sem ég hef týnt..Jibbí.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home