Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, mars 15, 2005

Það er búin að vera aldeilis æðislega góð helgi og viðburðarík. Það var svoooo notalegt að fara í sumarbústaðinn með Brynju, Ester, Hildi, Svönu, Árdísi og Hönnu Siggu. Hrafnhildur mín sat heima og gerði verkefni..Hú verður bara að koma með næst..Við ætlum sko að fara aftur...Við fórum á föstudag kl hálf fimm á tveimur bílum Ég og Brynja og Svana og Ester, nema Hildur kom á laugardagsmorgninum ( á einum bíl) Ofsalega er þetta greinargott hjá mér tíhíhí..Ég er nú þekkt að því í dag að aka fremur hægt á minni gæðakerru svo við hleyptum Svönu framúr í Norðurárdalnum. Þegar við komum svo í bústaðinn var hún ekki komin svo við höfðum farið óvart framúr henni einhversstaðar, og varð það tilefni til mikilla heilabrota. Þarna varð fagnaðarfundur og hafist handa við önnur heilabrot við að setja afruglara við sjónvarpið svo við gætum horft á Idolið. Það tókst hinsvegar ekki....Meira seinna því nú er Leiðarljós að byrja....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home