Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, júlí 30, 2004

Addi og Hildur eru úti í Denmark, Árný Huld er að koma frá Hollandi á morgun, Haddi, Jón Örn og Svana Nonni Jón Gústi Agnes og Vilhjálmur Jakob, eru á unglingalandsmóti á Sauðárkrók, Dagrún, Arnór og Sigfús eru á Síldarhátíð hjá afa og ömmu á Sigló....Esum og tesum
Skrítinn dagur það er að myndast grasflöt hér fram af Höfðagötu 7. Jón móðurbróðir lést í nótt og veðrið er mjög einkennilegt. það er mjög heitt í veðri og jöklarnir bráðna hratt. hverjum skyldi hafa dottið í hug að þessi framkvæmd yrði nokkuð annað en draumórar en verkið er hafið og verður vonandi klárað. Ég heyrði lagið "Fyrir handan fjöllin háu" sungið á færeysku í dag og hugsaði um öll þau skipti sem þetta lag hefur verið sungið heima á Gili með Jón frænda í fararbroddi + Lýð og Kjartan...... Allt er í heiminum hverfult.......

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Djísus hvað ég skal hafa það gott ef lappirnar á mér komast í lag aftur.
Hanna Sigga mín á afmæli á morgun hún verður þrjátíu og þriggja,,,,
mikið er ég fegin að vera ekki háð einhverju formúluveseni um það að fólk EIGI að vera svona og svona... konur eigi að ganga í einhverjum ákveðnum ffötum úr ákveðnum efnum, elda ákveðinn mat , hafa ákveðið form á daglegum athöfnum  hugsa á ákveðinn hátt með ákveðna fordóma  og vera á állan hátt fyrirfram ákveðin persóna hundleiðinleg..  ´E g vil vera gjörsamlega óútreiknanlegt bullutröll. mig langar að verða áttrræð heilsugóð kona í gallabuxum.
Var að vinna í dag og gær.  Lappirnar á mér eru eins og á fíl og ég er að',steindrepast úr leti sem er alveg að fara með mig , Eins og ég þurfti þó að vera rösk bæði í dag og í gær..fuss og svei...
Martína og Hannasigga eru búnar að dekra við mig eins og  unglamb, elda og nudda á mér fótadruslurnar.  kannske er ég orðin ofdekruð  hehe .....  Það verður fullt að gera um helgina. og veitir ekki af að halda á spöðunum..... vonandi verð ég duglegri á  föstudaginn.  Það kom fólk í allan dag á setrið.  ÞAð er farið að laga til fyrir framan galdrasafnið og það er alveg svakalega spennandi.   Ég vona að það gangi í hvelli strax og undir eins.. samt bilaði vélin hans Sverris í dag svo ekki var hægt að halda áfram við það. vonandi tekur þessi viðgerð fljótt af. 
  OG SVO NÆSTA ATRIÐI;;;;;;;
  Till hamingju Hvammstangi  TAKK  Cornelíus er í fínu lagi.
Það vantar ekki græðgina í  Skotturnar..
Var að vinna í dag og gær.  Lappirnar á mér eru eins og á fíl og ég er að',steindrepast úr leti sem er alveg að fara með mig , Eins og ég þurfti þó að vera rösk bæði í dag og í gær..fuss og svei...
Martína og Hannasigga eru búnar að dekra við mig eins og  unglamb, elda og nudda á mér fótadruslurnar.  kannske er ég orðin ofdekruð  hehe .....  Það verður fullt að gera um helgina. og veitir ekki af að halda á spöðunum..... vonandi verð ég duglegri á  föstudaginn.  Það kom fólk í allan dag á setrið.  ÞAð er farið að laga til fyrir framan galdrasafnið og það er alveg svakalega spennandi.   Ég vona að það gangi í hvelli strax og undir eins.. samt bilaði vélin hans Sverris í dag svo ekki var hægt að halda áfram við það. vonandi tekur þessi viðgerð fljótt af. 
  OG SVO NÆSTA ATRIÐI;;;;;;;
  Till hamingju Hvammstangi  TAKK  Cornelíus er í fínu lagi.
Það vantar ekki græðgina í  Skotturnar..

sunnudagur, júlí 25, 2004

Sunnudagur og ég fór í morgun og við Hanzka sóttum Martinu vinkonu hennar Hönnu Siggu inn í Brú, hún ætlar að vera hjá okkur í nokkra daga. Ekki veit ég hvað ég  á að gera af mér .  Keypti Strandanornir hjá Sigga og fór með bleksterkt kaffi til hans út á Galdrasafn,  Framtíðin er að fara út á Sævang og drekka kaffi hjá Hrafnhildi og Grétari, og fara í sund.   Það er prógrammið næstu daga líka....'Eg er andlausari en allt sem andlaust er...

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Allt ílæókey  ég hef nú ekki heyrt fyndnara en það sem nágranni minn segir um sauðfjársetrið. hann kallar það "bændasafn " og heldur að það hafi tekið dráttarvélina hans Hrólfs sem hefur staðið hér úti á flugvelli í óratíma...tíhíhí  ljóta fyrirtækið það....

mánudagur, júlí 19, 2004

Ég var að lesa Hörpu blogg  hún er óhugnanlega lík mér í hugsun stundum. ( ættareinkenni ísfólksins)..... ég skil ekki af hverju ég verð alltaf svo óróleg þegar allt gengur vel.......

Stór dagur á setrinu, sumarhátíð Sauðfjársetursins og komu yfir hundrað manns allir tóku þátt í hinum ýmsu keppnum , Kökurnar okkar runnu ljúflega niður, það var spilað og sungið. 
Eftir lokun var farið beint í sundlaugina, og synt og legið í pottunum 'Eg fór í morgun og synti þrjúhundruð metra, ég þyrfti nú svo sannarlega að læra betri sundaðferðir. kannske æfist hraðinn upp. Og kannske heldur maður bara áfram að synda vitlaust,,, Hvað um það. Ég er í skrítnu skapi. bull bull. 

laugardagur, júlí 17, 2004

Það er laugardagur og Brúðkaup Vinna og margt skemmtilegt. ég hlakka til að hitta fólk. vonandi kemur 'Ardís Björk.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

ÞAð á að opna sundlaugina í dag sjálfsagt verða einhverjir byrjunarörðugleikar er það ekki alltaf' þá geta leiðindaskarfarnir rifið kjaft út af því. þetta verður gaman og vonandi gengur allt vel. ´ÉG HLAKKA ALLAVEGA TIL... OG TIL HAMINGJU HREPPSNEFND OG SVEITARSTJÓRI.. Og...Allt fólkið sem fer í sund..
Og svo kemur hér einkamáladálkurinn: það er búið að gera við tölvuna mína Jibbí!!! Það er maður á Hvammstanga sem auglýsti hér í kaupfélaginu að hann gerði við tölvur og ég sendi honum mína sem Meistarar Snerpu voru nokkuð fljótir að afskrifa sem ónýta. og borgaði ég 3000 og eitthvað fyrir þá uppgötvun. Þessi maður hringdi hinsvegar í mig klukkutíma eftir að tölvan barst honum í hendur og þuldi upp fullt af fræðilegum atriðum sem ég skildi ekki nema miðlungi vel. En skildi þó sumt. Hann sagði að þetta væri komið í lag og. það væri alveg út í hött að hún væri ónýt..

þriðjudagur, júlí 13, 2004

'Eg komst til að sjá tvær myndir á kvikmyndahátíðinni önnur var hræðilega sorgleg um hann Nonna á Lokinhömrum sem var orðin gamall og varð að flytja að heiman þaðan sem hann hafði alltaf átt heima. hann kvaddi kindurnar sínar og kúna og hestinn og hundinn...hræðilegt...
enn einn dagur ..... það líður óðfluga að brúðkaupi Guðjóns og Möggu. 'Eg er ennþá að vírusast á kvöldin. og er að huxa um að láta Sigga reyna að kveða þann leiðinda draug niður. þ e. vírusinn minn, sendi hann út á galdrasafn. Það er gaman að sjá á hverjum morgni allt sem verið er að framkvæma hér á staðnum ég fer alltaf og forvitnast. Kannske verður svo farið að fara í hreppsframkvæmdir niður hjá galdrasafninu. það verður alveg rosalega gaman þegar það verður gert. það virðist ekki vera mikil aðgerð ,samt - og það er alveg furðulegt!!! ennþá drasl sem kaupfélagið á liggjandi þarna í grasinu. ótrúlegt... það líður að sundlaug á Hólmavík.

föstudagur, júlí 09, 2004

Fór að hjóla í morgun .'Eg er að vona að ég sé laus við þennan fjandans vírus sem hljóp í liðamótin á mér. ég virðist hafa losnað við það endanlega í gær og er nú spræk eins og unglamb.og hitalaus. Þolinmæðin þrautir vinnur allar segir gamalt máltæki. 'Eg fór að sjá víkingana upp hjá skóla áðan þeir eru greinilega í góðu formi....Árdís hringdi og ætlar að koma á morgun gaman gaman, Árný mín er að fara til Hollands í fyrramálið á vegum Lions....
Andskoti hvað ég þoli ekki þegar fólk er að hæðast að bílnum mínum af því hann er gamall. fjandinn eigi þau helvítis fífl. Ég get ekki séð annað en ég komist allra minna ferða ekki síður en þessir bölvaðir snobbhausar sem halda að maður keyri um á lakkinu. Ég get nú samt gert vitleysur í umferðinni og gerði eina áðan sem ég skammast mín alveg svakalega fyrir svei og fjandinn.
Best að fara og búa sig undir að fara að vinna.

Það fannst silungur á sundi í nýju sundlauginni Tíhíhíhí

fimmtudagur, júlí 08, 2004

'Eg vann svo í Sævangi á laugardaginn og keyrði svo suður á sunnudag og fór á Metallicu tónleikana í Egilshöll Það var vægast sagt frábært.. Addi .'Ardís, Harpa Hlín, Jón Örn og Jón Gústi fóru líka gaman gaman Við Hanzka komum svo heim á mánudeginum með tilheyrandi búðarferðum í leiðinni bless í bili og nú er kominn fimmtudagur og frí í dag.
Fór í Bjarnarfjörð á föstudagskvöldið í ellefu klukkutíma sumarfrí, svo heim endurnærð og mætti fullt af bílum með krökkunum sem voru að fara í 'Arnes að keppa í fótbolta Þar mætti ég Gummó og 'Arnyju á litlu rauðu A- tojotunni hennar Gummóar. Þær veifuðu í ömmu gömlu sem sendi þeim litla ferðabæn í huganum. Heim komin mætti ég afa Nonna hann var skelfingu lostinn og sagði að Guðmundína hefði velt bílnum. Þær voru komnar upp á heilsugæslu og ég fór þangað og var hjá þeim meðan læknirinn var að skoða þær. þær sluppu með skrámur og mar og stóðu sig vel algjörar hetjur. Bíllinn hafði lent yfir urð og grjót og á hvolf í mýri. hann er nú vægast sagt óhugnanlega illa farinn.
JÆJA 'Asdís jónsdóttir Fröken Lukka..í öðru veldi.. Margt hefur skemmtilegt skeð ...
ég var í fríi í gær og svaf allan daginn milli þess sem ég setti í þvottavél og las glæpasögur. það var einhvernvegin kominn tími á að gera ekki neitt en samt smitaðist ég nú af HÖnzku minni sem fór hamförum með regnbogaryksuguna um allt húsið eins og hvítur stormsveipur.'I Fyrradag vorum við úti á Sævangi og þar þyrlaðist hún ´líka um og gerði allt tandurhreint. meðan ég dinglaðist í eldhúsinu.