Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Fór í Bjarnarfjörð á föstudagskvöldið í ellefu klukkutíma sumarfrí, svo heim endurnærð og mætti fullt af bílum með krökkunum sem voru að fara í 'Arnes að keppa í fótbolta Þar mætti ég Gummó og 'Arnyju á litlu rauðu A- tojotunni hennar Gummóar. Þær veifuðu í ömmu gömlu sem sendi þeim litla ferðabæn í huganum. Heim komin mætti ég afa Nonna hann var skelfingu lostinn og sagði að Guðmundína hefði velt bílnum. Þær voru komnar upp á heilsugæslu og ég fór þangað og var hjá þeim meðan læknirinn var að skoða þær. þær sluppu með skrámur og mar og stóðu sig vel algjörar hetjur. Bíllinn hafði lent yfir urð og grjót og á hvolf í mýri. hann er nú vægast sagt óhugnanlega illa farinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home