Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, júlí 09, 2004

Fór að hjóla í morgun .'Eg er að vona að ég sé laus við þennan fjandans vírus sem hljóp í liðamótin á mér. ég virðist hafa losnað við það endanlega í gær og er nú spræk eins og unglamb.og hitalaus. Þolinmæðin þrautir vinnur allar segir gamalt máltæki. 'Eg fór að sjá víkingana upp hjá skóla áðan þeir eru greinilega í góðu formi....Árdís hringdi og ætlar að koma á morgun gaman gaman, Árný mín er að fara til Hollands í fyrramálið á vegum Lions....
Andskoti hvað ég þoli ekki þegar fólk er að hæðast að bílnum mínum af því hann er gamall. fjandinn eigi þau helvítis fífl. Ég get ekki séð annað en ég komist allra minna ferða ekki síður en þessir bölvaðir snobbhausar sem halda að maður keyri um á lakkinu. Ég get nú samt gert vitleysur í umferðinni og gerði eina áðan sem ég skammast mín alveg svakalega fyrir svei og fjandinn.
Best að fara og búa sig undir að fara að vinna.

Það fannst silungur á sundi í nýju sundlauginni Tíhíhíhí

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home