Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, júlí 30, 2004

Skrítinn dagur það er að myndast grasflöt hér fram af Höfðagötu 7. Jón móðurbróðir lést í nótt og veðrið er mjög einkennilegt. það er mjög heitt í veðri og jöklarnir bráðna hratt. hverjum skyldi hafa dottið í hug að þessi framkvæmd yrði nokkuð annað en draumórar en verkið er hafið og verður vonandi klárað. Ég heyrði lagið "Fyrir handan fjöllin háu" sungið á færeysku í dag og hugsaði um öll þau skipti sem þetta lag hefur verið sungið heima á Gili með Jón frænda í fararbroddi + Lýð og Kjartan...... Allt er í heiminum hverfult.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home