Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, maí 30, 2007

''Eg er búin að fara yfir þúsund km á þrem dögum fór í fermingu Dagrúnar , fór upp að Undralandi og í Steinó, fór vestur í Búðardal að skutla Hafdísi 'Asa og Bjarteyju, þau voru að fara suður með Jóhönnu Brynjólfs, það var svoo gaman að koma til Binna og Fanneyjar og spjalla um heima og geima og drekka kaffi. 'A heimleiðinni kom ég að þar sem Siggi Marinós og konan hans voru að draga rekastaur upp úr fjörunni Og var boðið í nammiveislu í Hvítuhlíð hjá þeim í rúgbrauð og smjör með'hangikjöt og kæfu, og pönnukökur og rjóma og sultu. Alveg himneskt. OG svo fór ég með Einari frænda yfir í Laugarholt og svo á 'Isafjörð í gær í póstferð með þórði til að læra að vera póstur,.... kom svo heim á þessum indælis póstjeppa sem er ekki með bilaðan dempara eins og gamli góði kagginn minn. skellti mér svo á kagganum í Bjarnarfjörð í heimsókn .
og fór svo aftur á í morgun á 'Isafjörð í aðra póstferð. Svo ætlaði ég að fara í föstudagsferðina en verð að fara suður í Reykjavík í staðinn í fokking hjartarannsóknina sem ég á að fara í, mæta á föstudagsmorguninn og mánudagsmorguninn, semsagt það þurfti endilega að eyðileggja fyrir mér helgina, ég er arfafúl yfir því, ég ætlaði að gera svo margt skemmtilegt, verð að reyna að gera það bara á morgun áður en ég fer.

1 Comments:

  • At 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Illu er best aflokið! Svo kemur þú hress og kát aftur til baka og gerir fullt af skemmtilegum hlutum :)

     

Skrifa ummæli

<< Home