Kosningadagur 2007. Frekar kalt í veðri. Eitthvað furðulegt liggur í loftinu. 'Eg er búin að prjóna einn kraga í morgun og horfa á þrjá leiðarljósþætti, fara með öll þessi lambalæri sem ég keypti í Bónus til Auju, og heimsækja Ingu, og kjósa. Maður er vanur að fyrirhitta grafalvarlega karla í kjörstjórn enhér voru bara þrjár flottar og glaðlegar konur, Sögðu reyndar að það væru karlar í yfirkjörstjórn. Lýður frændi var við dyrnar með skilti sem á stóð Dyravörður. sennilega til að vernda konurnar í fyrsta lagi að halda á þeim hita ef atkvæðin lokuðu ekki á eftir sér. og vernda þær fyrir ribböldum sem myndu troðast þarna inn og abbast upp á fólk með óviðurkvæmilegar stjórnmálaskoðanir. Það er smá sólskin eins og vera ber hér í kjördæminu og kosningavaka á Cafe Riis í kvöld. 'Eg þarf að skipuleggja það sem eftir er af deginum.
Síðustu innlegg
- Og það var þetta með sundið, það var hörkuhvassvið...
- Og enn er ég komin heim yfir urð og grjót dauðans ...
- Það er búið að vera glaðasól og logn í dag við fór...
- 'Eg er að mála með vatnslitum og það er alveg ógeð...
- Það var nú svona með þennan sunnudagsmorgun að ég ...
- Jæja þá er kominn morgunn og fríið svotil búið.Það...
- Notalegt inniveður á þessum laugardagsmorgni og fí...
- Þá er ég búin að fara á Reykjalund og plampa þar u...
- Nú er ég að fara á spurningakeppnina úrslitakvöld ...
- 'Eg gleymdi ´Bónusfeðgum og Bó..og James Hetfield....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home