Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 06, 2007

Og það var þetta með sundið, það var hörkuhvassviðri og skítkalt úti ..Jæja við ætlum nú ekki að fara að verða úti við þetta, Vorum inni við notalegheit og borðuðum góðan mat. Vitið þið hvað , ég heyrði í útvarpinu áðan að það er dagur gegn megrun í dag Alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun....Megrunarlausi dagurinn. þar sem allir eiga að vera virtir jafnt þó feitir séu og láta sér líða vel, borða góðan mat og líta jákvæðum augum á allskonar fegurð hvort sem hún birtist í líkamshreysti í formi fitu eður ei. Það var nú kominn tími til að fitja upp á svoleiðis degi.
Annars er ég að tína saman pjönkur mínar einu sinni enn og kvíði nú svolítið fyrir Hrútafirðinum...en...Skrattinn hafi það... bara ef kagginn minn þolir þetta....þá skal ég að mér heilli og lifandi koma heim á næstu helgi líka.
Og úlfur í sauðargæru er og verður....úlfur í sauðargæru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home