Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 05, 2007

Og enn er ég komin heim yfir urð og grjót dauðans í Hrútafirðinum. þvílíkur andskotans stórgrýtisvegarspotti + partur af Bitru Kollafirði og Tungusveit. Það ætti að draga vegamálaráðherra á rassgatinu eftir þessum hörmungar vegi eins og hann er um þessar mundir, Allavega láta hann hjassast á fólksbíl fullum af ráðherrum þarna fram og aftur í eina viku, helst nýjum bíl sem yrði þá ónýtur eftir þá vikuna.
ég verð samt að fara aftur á morgun Kom með fullan bíl af dekkjum, ég keypti alveg ofsafín sumardekk hjá Jamil, alveg ný dekk á felgum reyndar var þetta gjöf á tíu þúsund kall. Oft er þessi elska búin að bjarga mér.
'Eg réðist til atlögu við dekkjaskiptingu. og gekk berserksgang við það nema öðru afturhjólinu náði ég ekki af hvernig sem ég reyndi, kom semsagt heim á einu nagladekki og þremur flottum sumardekkjum á álfelgum. varð að treysta á að löggan næði mér ekki til að innheimta fimmþúsundkall sem ég á alls ekki til.
'Eg er búin að sitja við að pússa nafnskilti sem ég er að gera á bát fyrir skólabróður þórdísar á Dallandi,, (Björk útvegaði mér starfið), og alveg að klikkast við því ég ætlaði að vera búin að gera þetta, en maðurinn sem á bátinn datt í sjóinn og við það seinkaði verkinu.
Svo er ég ekki alveg ánægð með hvernig þetta hefur tekist. Jæja samt ókey því verður ekki breytt. Nonni kom í morgunkaffi og var samstundis settur í að pússa meðan hann drakk alveg bleksterkt kaffi mjólkurlaust af því ég gleymdi að kaupa mjólk. Hrafnhildur og Jón Örn eru líka búin að koma, og Svana kíkti inn og vantaði flórsykur. Það er skítkalt úti og ég er búin að mála í stafina en verð að fara að gera eitthvað í þessu með dekkið.
Nú svo kom hér ungur og elskulegur maður og færði mér ofsaflotta gjöf sem á eftir að koma að góðum notum við allskyns smíðar og föndur,, alveg rosaflott,, Takk, takk.
Einmitt það sem mig vantaði,,,
Já nú á ég eftir að horfa á tvo og hálfan þátt af Leiðarljósi sem Jóna tók upp fyrir mig. Og var ekki hugsað að fara í sund ,,, ég er hrædd um að sundklúbburinn minn sé búinn að gleyma mér ...eða eitthvað... mjög dularfullt. Það væri ekki gott... Verðum að hafa árshátíð eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home