Hvítasunnudagur fermingardagur Dagrúnar 'Oskar á Kirkjubóli. Merkisdagur í fjölskyldunni. Allir komnir saman. Tvær litlu fjölskyldurnar. Hafdís 'Asi og Bjartey og Harpa Hinni og Diljá. 'Ardís, HannaSigga og 'Arný eru líka komnar og Simmi og Dísa....Vantar samt Gummó og Hlyn þarna frá Danaveldi...Hugsið ykkur mér finnst svo stutt síðan Hrafnhildur og Haddi voru að giftast í mega sólskini hér í kirkjunni. Og síðan tvö brúðkaup Svana og Nonni ,og Ester og Jón. Margar aðrar skemmtilegar uppákomur með tilheyrandi veislum ....skírnir...stórafmæli...'Aramót það er þegar allir árarnir fara á kreik og hittast við bálið. Og ýmsu er fórnað...
Nú ætla ég að setja hér textann við lagið mitt sem fór í hamingjulagakeppnina í ár.
Textinn sá er eftir okkur Dagrúnu fermingarstelpu.
Lagið heitir : Galdraþorpið og er að sjálfsögðu um Hólmaví.
Sé ég lítinn bæ, út við bláan sæ
gamalkunna götuslóð ég geng,
glaður máninn skín, dagsbirtan hún dvín,
draumar mínir rætast kannske hér.
Heiilluð ég er , af þorpinu og þér
húsin skökk og gömul heilsa mér,
Lítið bros þér frá , lýsir allt mér hjá.
hamingjuna finn ég kannske hér.
Ævintýrabærinn, ævintýrabærinn,
ævintýrabærinn minn.
Töfra bæjarins, taka hjá mér völdin,
hvað er það sem gerist hér á kvöldin?
'I hvamminum við fjöruborðið safnast fólkið saman
við söng og dans og hlátrasköll, það er fjarska gaman,
eg geng þar að og gái, glaður eldur logar,
allir syngja og dansa, hjá bálinu ég stansa.
Þetta er ævintýrabær, heilluð ég er,
Fæ ég enn að eiga stund með þér,
'Eina ósk ég á, ef elska þig ég má,
hamingjuna finn ég kannske hér.
Ævintýrabærinn, ævintýrabærinn,
ævintýrabærinn minn.
Svo mörg voru þau orð en kannske fæ ég að birta fleiri seinna. nú er sólin að skella sér fram úr skýjum, Illugaskotta hringdi áðan ofan af Holtavörðuheiði, hún var að fara í útskrift norður, Jón og Nonni komu í kaffi, 'Ardís er uppi á Undralandi, og Hanna Sigga er að hvíla sig inni í stofu, Við tókum svo svakalega törn hér í gær ég kom öllu fyrir og tók til í skápum kössum og kirnum og hún fór með regnbogaryksuguna, moppur og klúta um allt og nú er orðið svo fínt að maður þorir varla að anda , og allir eru reknir úr skónum frammi. Messa í útvarpinu, snjór í fjöllum, Ferming framundan og ég verð að fara að draga fram gamla fermingarjakkann minn sem hefur verið svolítið ( misjafnlega stór) gegn um tíðina, en er alveg ´vel nógu stór á mig núna ...ÞAð er afar ánægjulegt.Tíhí. samt einkennilegt hvað föt geta stundum skroppið saman í skápunum.
Nú ætla ég að setja hér textann við lagið mitt sem fór í hamingjulagakeppnina í ár.
Textinn sá er eftir okkur Dagrúnu fermingarstelpu.
Lagið heitir : Galdraþorpið og er að sjálfsögðu um Hólmaví.
Sé ég lítinn bæ, út við bláan sæ
gamalkunna götuslóð ég geng,
glaður máninn skín, dagsbirtan hún dvín,
draumar mínir rætast kannske hér.
Heiilluð ég er , af þorpinu og þér
húsin skökk og gömul heilsa mér,
Lítið bros þér frá , lýsir allt mér hjá.
hamingjuna finn ég kannske hér.
Ævintýrabærinn, ævintýrabærinn,
ævintýrabærinn minn.
Töfra bæjarins, taka hjá mér völdin,
hvað er það sem gerist hér á kvöldin?
'I hvamminum við fjöruborðið safnast fólkið saman
við söng og dans og hlátrasköll, það er fjarska gaman,
eg geng þar að og gái, glaður eldur logar,
allir syngja og dansa, hjá bálinu ég stansa.
Þetta er ævintýrabær, heilluð ég er,
Fæ ég enn að eiga stund með þér,
'Eina ósk ég á, ef elska þig ég má,
hamingjuna finn ég kannske hér.
Ævintýrabærinn, ævintýrabærinn,
ævintýrabærinn minn.
Svo mörg voru þau orð en kannske fæ ég að birta fleiri seinna. nú er sólin að skella sér fram úr skýjum, Illugaskotta hringdi áðan ofan af Holtavörðuheiði, hún var að fara í útskrift norður, Jón og Nonni komu í kaffi, 'Ardís er uppi á Undralandi, og Hanna Sigga er að hvíla sig inni í stofu, Við tókum svo svakalega törn hér í gær ég kom öllu fyrir og tók til í skápum kössum og kirnum og hún fór með regnbogaryksuguna, moppur og klúta um allt og nú er orðið svo fínt að maður þorir varla að anda , og allir eru reknir úr skónum frammi. Messa í útvarpinu, snjór í fjöllum, Ferming framundan og ég verð að fara að draga fram gamla fermingarjakkann minn sem hefur verið svolítið ( misjafnlega stór) gegn um tíðina, en er alveg ´vel nógu stór á mig núna ...ÞAð er afar ánægjulegt.Tíhí. samt einkennilegt hvað föt geta stundum skroppið saman í skápunum.
1 Comments:
At 2:11 e.h., Nafnlaus said…
Frábært lag og frábær texti! Ég vil fá þetta á disk :)
Skrifa ummæli
<< Home