Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 20, 2007

Þá er lagakeppnin búin og fór fram með mestu prýði í gær í félagsheimilinu. það var reglulega notaleg stemming og vel sótt . Öll lögin og flutningurinn fínn, og lagið og textann sem vann átti Addi minn. Lögin fjögur skemmtilega ólík. Krakkarnir með nýtískulegasta lagið, Nonni Halldórs með sveiflu og fjör, við Sabba með rómantíkina og Addi með partístuðið.
Nú er næst að fara suður á eftir og ég hlakka til að klára prógrammið fyrir sunnan í vikunni og koma heim að því loknu. Búin að standa mig vel í hreyfingu synti á fimmtudaginn og í gær 1km. í hvort skiftið. Nú er að vona að Elsku kagginn minn standi sig enn eina suðurferð... um Hrútafjörðinn. 'I verðlaun efþað gengur verður hringferð um landið ....'A kagganum....Tíhí.. kreisífín hugmynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home