Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, maí 28, 2007

Annaríhvítasunnu.. svaka gaman í gær. þetta var með fjörugri fermingarveislum og það var bæði inni og útihátíð, tónleikar í sólinni í garðinum, börnin klifruðu í trjánum og Ungu stúlkurnar spiluðu á gítara og bassa og fermingarbarnið á trommur, tvær sungu og þetta var aldeilis frábær músik, Addi spiilaði og söng inni og Kristján og Siggi og Lára sungu líka...Inni var átveisla mikil þar sem fólkið snæddi holusteikt lambakjöt að hætti NonnaVilla og allt sem nöfnum tjáir að nefna með því. kaffi á eftir og risastórar stríðstertur sem freyddu í munninum og svo bragðgóðar að það gleymist aldrei. Dagrún fekk helling af fallegum og notadrjúgum gjöfum og peninga sem Tómas taldi saman svo engu skeikaði um leið og þeir skutust út úr umslögunum.'Eg verð nú að segja það samt að ég hefði frekar gefið henni flækjuhársprey heldur en krullublásaragræjur.... en hvað um það.. þetta var mjög spennandi, og sólin skein glatt. Nú er komið Hólmavíkurlogn ogvonandi hlýtt líka ég hef ekki haft tíma til að gá út hef verið að prenta út myndir og svoleiðis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home