Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Það er eins og sumir dagar séu hlýir sólskinsdagar þó það sé ekkert sólskin og skítkalt. En ég brá mér aðeins frá í morgun og þegar ég kom heim aftur lagði á móti mér kaffiilm langt út á götu og þegar ég nálgaðist meira þá heyrði ég kjaftagang og einhverjir voru að skrafa saman í eldhúsinu. Dularfullt og eins og í flottri glæpasögu. ég læddist nær og kíkti inn. OG sjá.... þarna voru Jón og Siggi ... ég fékk líka kaffi og svo upplýstist málið þeir voru búnir að hringja í Snerpu og tölvan......Og nú verð ég að fara aftur til gærdagsins....'I gær kom ég heim og settist við sjónvarpið niðri og heyrði þrusk uppi sem tilheyrði ekki því að kötturinn væri að hoppa þar og skoppa. Þá læddiust ég upp og þar sat Siggi og var að tengja forláta svarta tölvu sem Jón hafði komið með handa mér (og ég er ekki einu sinni farin að borga í henni.) Aukasjóðurinn minn fór allur í Bifreiðaskoðun. ... Svo þurfti að fá eitthvað frá Snerpu og ég hringdi í morgun en ekkert gerðist...Og þarna voru þeir búnir að græja þetta allt...snillingarnir... (Þetta er nú ruglingslegasta frásögn sem ég hef séð)
Og nú get ég skoðað allt mögulegt ( það vantaði litina á gömlu tölvuna).. og heyrt viðtöl og skoðað myndbönd..........(Það vantaði líka hljóðkort í gömlu tölvuna) semsagt Jibbí.. svo ég fór og eldaði nautakjöt og hafði hádegismat fyrir blessaða drengina Takk Tölvukarlar!!! og nú sit eg hér og það er allt í hrærigraut í hausnum á mér.. Þarf að forgangsraða og skipuleggja ýmislegt sem er ekki mín
sterkasta hlið . oftast kemst nú samt allt í verk sem ég ætla að gera -og þá án skipulags -.
Þá er bara að setjast aðeins niður með kaffisopa og láta sig dreyma.

3 Comments:

  • At 8:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það væri nú gaman að fá svona herramenn í heimsókn til mín:) Til hamingju með þetta mamma.Knús,

     
  • At 3:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju! Ég veit að þú munt njóta þess að vera með góða tölvu :o) Hlakka til að sjá þig sem allra allra fyrst! Góða helgi.

     
  • At 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk Hildur og Hanna Sigga Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst Og hanna mín þú mátt vera í tölvunni eins og þú getur hún verður ekki með vesen eins og sú gamla.

     

Skrifa ummæli

<< Home