Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Það er sem ég hef alltaf sagt að sumir geta aldrei leynt því hvað þeir eru gloppóttir.
Ég fór með gamla bílinn minn í skoðun í gær og þar var einn sperrtur stórlax sem gat ekki hamið karlrembuna og spurði (fokking kurteis að vanda) hvernig geturðu keyrt á þessarri helvítis druslu.????hehehe.mér sárnaði nú smá,
OG mér sem þykir svo vænt um bílinn minn....Hann skilar mér allt sem ég þarf að fara. og er svo ævagamall og skemmtilegur. Ég myndi ekki vilja eiga Helvítis andskotans jeppadruslu eins og sá bratti á þó mér væri gefin hún. ég myndi skammast mín og finnast að aurunum væri betur varið í annað. Það er nú eitt að vera ánægður með sitt. en að þurfa endilega að vera að naggast út í aðra fyrir að vera öðruvísi. sumir meta fólk líka eftir peningum .

1 Comments:

  • At 11:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    alveg sammála með bílana ég vil alls ekki eiga dýra bíla ég vil gera eitthvað betra við peningana en að borga vexti af bílaláni, svo er bíll víst ein sú versta fjáfesting sem maður gerir, vextirnir af lánunum eru meiri en verðfall á bílnum.
    Nema að maður geti hreinlega kastað út millum fyrir bílnum þá er það spurning.

     

Skrifa ummæli

<< Home