Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 20, 2006

Húrra fyrir herra LORDI og hans þungarokkurum Frábærir karlar og búningarnir þeirra. 12 stig frá mér. svo fannst mér litháenarnir flottir.... ´Þetta var samt þrælfyndið og spennandi ROKK HALLEL'UJA.. Það er búið að vera fjör í dag Jón Gísli og 'Ardís að klára að skipta um gluggana á Undralandi það er alveg rosa flott.
Bangsi Jónsson sat í körfunni sinni með lampa hjá sér og fannst þetta nú vera fullmikið af því góða og það fór ryk á treyjuna hans og enginn dustaði það af eða skipti sér af honum fyr en ég bjargaði honum og ryksugaði hann pínulítið. ('Eg bakaði pönnukökur sem étnar voru með rjóma og bláberjasultu. Nokkuð sem ég ætla aldrei að gera aftur ) Samviska mín leyfir það alls ekki, Allt í einu skaut hún nefnilega upp kollinum eftir margra ára dásvefn...'Eg fór líka með pönnsur til sauðburðargrúppunnar heima í Steinó. þar voru 'Asdís og Margrét Vera að hamast við að gefa lömbum pela undir stjórn Svönu. Og Hanna sigga ætlaði að vatna. Gústi smíðaði stíur í gríð og erg og svo komu Nonni, Agnes og Jakob líka. ég fór aftur í Undraland og hafði til kvöldmat fyrir yfirsmiðinn og herragarðseigandann. og það var algjört nammi og afar heilsusamlegt að auki. Uppskrift frá Höllu og við vorum búnar að prófa það á fimmtudagsjúróvisionkvöldinu. Þetta er brokkoli/kjúklingaréttur bakað í ofni og ostur og fleira góðgæti ofan á mmmm. Nú ætla ég að skoða myndirnar sem ég tók.

3 Comments:

  • At 9:02 e.h., Blogger Little miss mohawk said…

    Takk fyrir mig :) - vildi bara segja þér að ég sinnti Bangsa Jónssyni í morgun og dustaði hann og leyfði honum að fara úr klíkuleðurjakkanum því hann var svo sveittur heheheh

     
  • At 11:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æðislegt! Hvernig væri að henda inn nokkrum myndum fyrir okkar hér í órafjarrivík? :o)

     
  • At 7:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir pönnukökur og söng fæ ég svo eitt eintak af disk þegar verður búið að gefa þetta út??

     

Skrifa ummæli

<< Home