Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, maí 26, 2006

Já það er kominn föstudagur og það fer ekki framhjá neinum að það eru kosningar á morgun. Búslóð Adda og Hildar er komin á staðinn með Gæja, og Addi og Brynjar eru á leiðinni norður. Það er líka Stóra Lagakeppnin annað kvöld í félagsheimilinu, um hamingjulagið í ár það verður nú spennandi og gaman. Það fæddist lag og texti sem ég sendi í keppnina...... Fyrr um daginn verður í félagsheimilinu kosningakaffi Hálistans og Joðlistinn verður með kosningakaffi í Bragganum. 'EG verð að fara að kjósa úti í Broddanesi af því ég drullaðist ekki til að fara og kjósa utankjörstaðar hér.
Það er komið heitt hreint vatn í húsið hér og það er alveg dásamlegt nýr heitavatnskútur... og ég sem hef farið hér heima síðasta hálft árið í snöggar sturtur með kolryðguðu vatni og frekar köldu. lét mér nú líða aldeilis vel í fullu baðkeri af sjóðandi heitu vatni í dag. 'Eg hlýt að breyta um lit og verð ekki svona brún áfram nema eftir sólböð oþh. 'Eg tók svakalega tiltektartörn á mánudaginn og smíðaði í leiðinni nýja innréttingu í (þvottahúsið) í kring um nýja hitakútinn þetta er mjög fínt þó ég segi sjálf frá. Það er svooo gaman að laga eitthvað til. svo var ég að taka til í herbergi Bjarkarinnar hún ku vera komin til landsins telpan. og í framhaldi af þessu varð ég veik og lá eins og klessa í rúminu með hita og svaf heilan sólarhring eða tæpa tvo. en er nú að skríða saman. Samt er ég eitthvað ferlega asnaleg...HEHE.. aldrei þessu vant.. Og svo náðist stóráfangi í dag....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home