Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 07, 2006

Jamm Ættarhugboðið fari norður og niður, það er greinilega ekki á það að treysta þegar enski boltinn er annars vegar, svo Árný mín hafði betur og Jón dúsir enn í fyrsta sætinu. Það voru þessir sænsku gaurar sem hugboðið flaskaði á. Það (ættarhugboðið) hefur sosem brugðist fyrr eins og krosstré og aðrir raftar.Það er búið að vera alveg geggjað sólskin í dag og ég er sólsteikt og soðin (Skinka-Svínka).
Ennfremur búin að vera staðarhaldari á Kirkjubóli og í Galdrasafninu meðan fólkið var í Perlunni Bara búin að vera nokkuð dugleg að eigin mati, hengja út þvott og fremja hryðjuverk í boddíviðgerðum á bifreiðum svo þær fái skoðun, þær mega víst ekki líta út eins og gatasigti. Búin að skrúfa saman helling af þökum og hliðum á litlu húsin mín.spila á gítarinn minn úti á flugvelli á síðasta degi spilavítis eldri borgara. svo komu fljúgandi frá Akureyri í kaffi á sjöuna Skúli Gauta Víðidalsárbóndi og flugkennarinn hans Ragnar. Ég fór með þá í útsýnisferð upp á stíflu og heim á óðalið hans Skúla. Hann spilaði svo á gítarinn minn og söng Eyvind fjalla. sem ég tengi alltaf við sérlega skemmtilega helgi á Laugarhóli þegar ég heyrði þetta fyrst í æfingabúðum hjá leikfélaginu þegar draugagangurinn var sem mestur og verið var að æfa Tobacco Road, það var fjör.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home