Dagurinn í gær byrjaði með því að ég steig óvart ofan á skottið á kettinum þar sem hann var að gæða sér á kjúkling úr dós fyrir framan þvottavélina.Það heyrðist ferlegt mjaaaaaá og kattarskarnið beit sig fasta í ökklann á mér til að losna við mig af skottinu, mér varð hryllilega hverft við og stökk upp í loftið og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Kisa þaut upp á loft sármóðguð hefur náttúrlega haldið að þetta væri kvikindisskapur í mér. Stuttu seinna sá ég hana vera að sleikja sig upp við einhverja útlendinga sem sátu úti á Galdrasafnsflöt..Nú er ég með gat á löppinni og risastóran marblett þar sem hún læsti annarri vígtönninni í....

Síðustu innlegg
- Fann þetta á blogginu hans Adda Sól og ákvað að st...
- Já Bílaskoðun það er nú meira fyrirtækið... Corol...
- Það er eins og sumir dagar séu hlýir sólskinsdagar...
- Það er sem ég hef alltaf sagt að sumir geta aldrei...
- Það er svo þykk þoka í kvöld að þegar ég var að ko...
- Jamm Ættarhugboðið fari norður og niður, það er gr...
- Hæ hæ. nú er það flott. Galdramenn kíktu í morgunk...
- Húsafell 2006 Gaman gaman
- hæhæ héðan úr Húsafelli. Nú skín ´þetta stóra gu...
- Áður en lagt er af stað tvær Ísdrottningar
3 Comments:
At 8:08 f.h.,
Nafnlaus said…
passaðu þig bara á að breytast ekki í kött, eins og maðurinn í myndinni sem breytist í hund þegar hundurinn beit hann!!!
At 1:06 f.h.,
Björk Bjarnadóttir said…
hahahahaha.....ég meina hræðilegt að vera bitin af Skottu,,,,kv Björkin
At 4:29 e.h.,
Nafnlaus said…
Það er nú í lagi með svona skottu en einu sinn sá ég silfurskottu í Reykjavík og það var hreint með viðbjóðslegri kvikindum sem ég hef augum litið
Skrifa ummæli
<< Home