Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 28, 2006

Það var virkilega gaman á þessu söngvakvöldi, eins og reyndar öllum söngvakvöldum hér í borg nú til dags, sérlega vandaður flutningur og undirbúningur á öllu prógramminu, þökk sé öllum sem að því komu, Það er gaman að sjá troðfullan sal af fólki að hlusta á heimamenn á Ströndum syngja og spila og undirtektirnar voru frábærar. Við eigum alveg fullt af góðum (semjendum)...Aldrei séð þetta orð fyr... og flytjendum sem létu okkur í té lögin sín og textana, lögðu sálina sína í það að gera sem best og það tókst mjög vel,.
Nú eru kosningarnar afstaðnar og ég tryllti út í Broddanesskóla til að kjósa, kom við í Undralandi og tók með mér til baka hillurnar sem ég var búin að gefa 'Ardísi í geymsluna, 'Astæðan sú að mig vantaði þær í herbergi Bjarkar Illugaskottu frá Blönduósi/Canada. svo hún geti lagt frá sér fötin sín þegar hún kemur. Þetta er nú örugglega fátæklegasta herbergi í heimi , en það er gífurlega góður andi í því og það er nú aðalatriðið..Sagði ekki Einar Benediktsson "Ef inni er þröngt ,tak hnakk þinn og hest...Fólk hefur ýmsan hátt á með það, Björk Illugaskotta fer norður að Gjögri til Canada eða upp að Öskju og nýtur þess að horfa á stórbrotna náttúru... 'Eg Strandaskotta tek kaggann minn og fer eitthvað, horfi á norðurljós og stjörnur og sit og hlusta á fugla og læki og þögnina. Köttur heimilisins sem heitir Skotta Dillirófa fer út um nætur og veiðir smáfugla sér til gamans. Ekki veit ég hvenær dillirófan á afmæli en við hinar eigum sama afmælisdag 16. apríl, við erum furðuskottur og í Hrútsmerkinu. Ekki get ég annað sagt en að ég er mjög ánægð með útkomu kosninganna. Samt finnst mér alltaf leitt að til þess að einn vinni þarf annar að tapa.
'(Eg veit líka að sumum finnst það fíflaleg hugsun).
Það er gaman að hafa Adda og Brynjar sofandi hér inni í stofu, Við gáfumst upp við að horfa á kosningasjónvarpið og nú er klukkan að verða tvö. 'A morgun fara þeir aftur suður og svo fara þau í sólarlandaferð í viku áður en þau koma norður til að vera.
Það kom fullt af góðu fólki að hjálpa Adda að bera inn búslóðina sína, og svo fór það út í Sævang að setja upp flekana fyrir sauðfjársetrið, svo hjá því má segja að það sé kraftaverkadagur. Sendi góðar hugsanir till allra ættingja og vina og hlunkast í rúmið ..Þó fyrr hefði verið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home