Jæja Ég reyndi að setja tvær myndir á bloggið mitt í dag og þær fóru á Hildar blogg en nú eru þær horfnar Addi minn segir að þegar eitthvað svona tekst ekki þá hafi ég gert einhverja vitleysu og þannig hlýtur þetta að vera ég ætla að reyna aftur á morgun. þetta var góður dagur.
Ég fór í sund kl 10 í morgun og átti sundlaugina ein það var einkar notalegt. hangsaði svo hjá Viktoríu í upplýsingamiðstöðinni.
Þar næst fór ég með Danna að ná í krossviðarmyndina hans og Óli skellti henni upp á húsvegg á Varsjá ég er bara ánægð með hana.
Í kaffinu fór ég út á sauðfjársetur og splæsti á mig kaffi og meððíi hjá Hrafnhildi minni og Stínu og spjallaði við þær dágóða stund. síðan fórum við Saga yfir í Bjarnarfjörð í Svanshól og ég heimsótti Ingu líka.
þegar heim var komið. hringdi Siggi galdrameistari og við réðumst í að flytja myndirnar mínar af bakgarðinum yfir á austurhús galdrasafnsins sem snýr að götunni, það er alveg sýnilegt að það vantar galdrasafn í þetta þorp sem er á myndunni.
Ég fór í sund kl 10 í morgun og átti sundlaugina ein það var einkar notalegt. hangsaði svo hjá Viktoríu í upplýsingamiðstöðinni.
Þar næst fór ég með Danna að ná í krossviðarmyndina hans og Óli skellti henni upp á húsvegg á Varsjá ég er bara ánægð með hana.
Í kaffinu fór ég út á sauðfjársetur og splæsti á mig kaffi og meððíi hjá Hrafnhildi minni og Stínu og spjallaði við þær dágóða stund. síðan fórum við Saga yfir í Bjarnarfjörð í Svanshól og ég heimsótti Ingu líka.
þegar heim var komið. hringdi Siggi galdrameistari og við réðumst í að flytja myndirnar mínar af bakgarðinum yfir á austurhús galdrasafnsins sem snýr að götunni, það er alveg sýnilegt að það vantar galdrasafn í þetta þorp sem er á myndunni.
1 Comments:
At 7:07 e.h., Nafnlaus said…
Hvernig væri að hafa kirkjuna að sökkva og fólkið að dansa inni :) og láta skrattann sjálfan halda í hurðarhringinn.
Eða hafa biskup á rölti eftir aðalgötunni og láta loðna krumlu vera að koma upp úr jörðunni fyrir aftan hann til að hremma hann.
Skrifa ummæli
<< Home