Sunnudagskvöld og fröken Skotta Dillirófa er alveg búin að samþykkja okkur hér á Höfðagötu 7 ..sem betur fer... Hún kemur og fer og veit nú alveg að hún á núna heima hér. OG í gær vitið þið barasta hvað??? þetta litla kvikindi var búin að miða út annað hrafnsungaflykki galdrasafnsins og veiðigleðin ljómaði af henni þegar Björk sá til hennar og gat afstýrt því að hún myrti ungann... Þvílíkt og annað eins.
Ég er búin að mála þriðju myndina mína og á bara eftir að koma henni upp.
Á henni er annar endinn á litlu sjávarþorpi sem byrjaði á síðustu mynd.....
Á morgun verð ég hvunndagshetja á ný fram á næsta föstudag.
Það komu yfir áttatíu manns á galdrasýninguna í dag.
Við Bía og Sigurður Kári fórum í kaffihlaðborð á Sævangi..nammmmminammm..
Lukka vill láta sönghópinn okkar heita ,,Graðar gellur,, en það gengur nú alls ekki á svona Bæjarhátíð, svo hún skal ekki komast upp með það.
Ég er búin að mála þriðju myndina mína og á bara eftir að koma henni upp.
Á henni er annar endinn á litlu sjávarþorpi sem byrjaði á síðustu mynd.....
Á morgun verð ég hvunndagshetja á ný fram á næsta föstudag.
Það komu yfir áttatíu manns á galdrasýninguna í dag.
Við Bía og Sigurður Kári fórum í kaffihlaðborð á Sævangi..nammmmminammm..
Lukka vill láta sönghópinn okkar heita ,,Graðar gellur,, en það gengur nú alls ekki á svona Bæjarhátíð, svo hún skal ekki komast upp með það.
2 Comments:
At 12:53 f.h., Nafnlaus said…
En gaman að lesa fréttir af ykkur. Ég hef ekki ienu sinni gefið mér tíma til þess að hringja og athuga hvað er að frétta af kisurófunni... Ég panta að þú notir nú Hallo og setjir inn mynd af þriðju myndinni á húsinu - já eða af þeim öllum þremur sem prýða grindverkið hjá þér. Þú ert algjör listakona. Kossar og knús, saknaðarkveðjur Hildur.
At 9:17 f.h., �sd� said…
Takk Hildur mín þú ert best.
Skrifa ummæli
<< Home