Undarlega leiðinlegt veður en afar grænt allt út að sjá, gróðurinn hefur fengið þessa langþráðu vætu sem vantaði allt var orðið skrælnað. Sennilega er hlýtt úti, ég er að vinna í því að komast út, ég er í mjög svo nauðsynlegri fataviðgerð. Hildur fór með Brynjar í leikskólann, og hafði farið í björgunarsveitarpeysuna mína og vetrarhúfu, og líktist ég veit ekki hverju. allavega ekki Hildi sem alltaf er svo snyrtilega til fara, ég vona bara að hún fari ekki í þessari múnderingu upp í skóla, þá verður alveg sýnilegt að ég er búin að spilla henni síðan þau fluttu. púff púff. Vonandi geta Siggi og Sæsi sett upp trönurnar aftur í dag.
1 Comments:
At 12:27 f.h., Hildur said…
Það sá mig sem betur fer enginn! :)
Skrifa ummæli
<< Home